54. Ljóð Stúlkan á eyrinni

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976 

 

STÚLKAN Á EYRINNI

 

Á ég að segja ykkur sögu

sem ekki fæddist í gær,

af ungri stúlku sem átti

sér óskir fleiri en tvær.

 

Hún heima á eyrinni átti,

í uppvexti stundaði hún sjó

með föður sínum og frænda

og fékk af því meira en nóg.

 

Henni leiddist slorið og slabbið

og slangrið um kaldan sjá

alltaf í úlpu og buxum,

sem var alls ekki móðins þá.

 

Hún vildi lifa á landi,

langhelst afgreiða í búð,

gleyma öllum gráum buxum

en ganga í litklæða skrúð.

 

En faðir hennar og frændi

fordæmdu svoleiðis brölt,

þeim fannst að hún gæti um græðir

á gömlu fleytunni skrölt.

 

Svo var það einn sólbjartan morgunn,

í sumarsins helgasta frið,

að upp steig á eyrina gömlu

amerískt setulið.

 

Þeir voru allir svo ungir,

úrval úr liðinu þar,

laglegir brúnir á bjórinn

og blikkuðu stúlkurnar.

 

Svo kynntist hún eitt sinn einum

yndislegt sumar kvöld,

elígant Ameríkana

með orðu og mikil völd.

 

Hún skildi ekki neitt sem hann sagði,

en samt var hún glöð og kát,

hún fann svo vel hvað hann vildi

og var honum eftirlát.

 

Þau gengu upp í gamla bátinn

sem grafinn í fjöruna stóð.

Það var rómó að róa á landi

og raula undir hergöngu ljóð.

 

Það var allt svo ljómandi lekkert,

litla stúlkan hún hló,

og fór ekki framar í buxur,

fór ekki heldur á sjó.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband