62. Ljóð Vöku Menn

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976 

 

VÖKU  MENN

 

Því skyldum við alta halda að okkur höndum

og híma daprir inni í læstum kofa,

meðan sálin kreppt af klakaböndum

kyngir gömlu stolti, - en við sofum

löngum þreyttum þyrnirósar svefni,

þegjum og stynjum, en spyrjum ekki um réttin.

Ég held við höfum ekki á þessu efni,

af stað nú, - við skulum taka sprettinn.

 

 

Við skulum láta andans gamminn geysa,

mót grenjandi stórhríð lífsins yfir hjarnið,

finna hann upp í fang á okkur reisa

sinn fagra makka, því hann er óskabarnið.

Láta hraða skafla í gaddinn glymja

og greypa þar spor, sem óhagganleg standa,

þar til vorsins gígjur aftur rymja

og aftur ljómar sól til fjalla og stranda.

 

 

Við eigum enn þá vökumenn sem vinna

og vörðinn standa fyrir öfl hins góða,

svo margreynd hegningaról hinna

herðist of fast og taki allan gróða.

Þeirra sem vilja þjóð og landið selja

og þrúga niður okkur styrk og vilja,

en það er okkar vanda verk að velja,

velja rétt og reyna að hugsa og skilja.

 

 

Sumir kyngja kjaradómi sínum

og kyngja því sem aðrir hafa étið,

fara síðan eftir föstum línum

festir á klafann, en geta ekki metið

manngildi sitt, - né mótað eignin vilja

og mætt sem hetjur fremst í lífsins róstum,

og sumir virðast aldrei vilja skilja

að vopnunum þeir snúi að eigin brjóstum.

 

 

Samstaðan er okkur stoð og styrkur,

hið sterka afl ef nógu fast er haldið.

Ef fjöldans vilji mótast mikilvirkur

hann mengar að brjóta niður afturhaldið,

sem hefur okkur iðnað allan drepið

og öllu hrundið niður í forardýin.

 

Við erum komin niður á neðsta þrepið,

nemum staða, höldum hratt upp stíginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna G. Árnadóttir

Húrra!!!!! loksins ,loksins, mikið er ég hamingjusöm að sjá nú eitthvað af því sem hann Guðmundur frændi minn ,skáld og mannvinur skildi eftir handa okkur hinum sem getum verið svo ótrúlega hugmyndasnauð.

Ég á í fórum mín gull sem ég þarf að grafa eftir því það er orðið alllangt síðan ég skoðaði í kistuna mína síðast en það er ljóð eftir föður Guðmundar ,hann Valgeir frá Auðbrekku og mun vera ort að mig rámar í ,um 1934-1936.

Hafðu ómældar þakkir fyrir að deila arfi Guðmundar með mér og öllum þeim sem ber gæfa til að lesa bloggið þitt.

Anna G. Árnadóttir, 22.9.2007 kl. 17:02

2 Smámynd: Hilmar Guðmundsson

Á slóðinn http://simnet.is/hilmargud/ er ég búinn að skrá öll ljóðin sem ég hef komist yfir auk þess sem það eru sögur sem hann skildi eftir sig.  Sumar eru búnar en aðrar ekki og hef ég sett þær inn eins og hann skildi þær eftir sig.

Ég á nú eitthvað lítið eftir afa (Valgeir) en er alla veganna með Bruggarann.

Svo á ég eftir að koma inn lausa vísum eftir pabba en það kemur síðar.

Hilmar Guðmundsson, 22.9.2007 kl. 18:52

3 Smámynd: Hilmar Guðmundsson

Ég hef verið með þetta inni í nokkur ár á þessari slóð http://simnet.is/hilmargud/ og þangað koma lausavísurnar líka.

Hilmar Guðmundsson, 22.9.2007 kl. 18:55

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband