22.9.2007 | 16:35
63. Ljóð Vor
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
VOR
Í vor þegar jörðin úr viðjunum rís
og vaknar af löngum dvala,
þá leysist í sundur hinn ljósgrái ís
og lækirnir fagur hjala,
Þeir kveða um daginn sem kemur í hönd
og kröftugir hávaðann magna,
sér bárurnar leika við bergvaða strönd
og brosandi sólinni fagna.
Þá kemur þú svífandi sunnan um haf,
með sigur í vængjanna blaki.
Landið sig klæðir í lifandi traf
og ljómar við þínu kvaki.
Það þekkir sinn vin er vitjar á ný
vongóður æsku stöðva,
þá hverfur úr lofti öll skuggaleg ský
og skín á strendur og höfða.
Þú syngur í burtu söknuð og mein
og sólskin í huganum glæðir,
því lyfting andans er ljúf og hrein,
sem listanna kraftinn fæðir.
Vordagsins blikar við tökum í teig
þegar tónarnir svífa um geiminn,
þessi ljúfa þrá sem er létt og fleyg
og lífgar upp gjörvallan heiminn.
Við hljóm þinna söngva þér leik ég mitt lag
þó list minna tóna sé bundin,
hljóðvilltir svífa þeir dag ertir dag
og deyja þá anna er fundinn.
Vængjalaust flug gegnum vonleysi og stríð
er veikleiki þroskanum fjarri,
minnkandi viska er vald þess og tíð
og vegirnir færri og smærri.
Enginn fær skilið þá list og þá lund,
né það lögmál sem öllu stjórnar,
því hvort sem við förum um geim eða grund
sem gestir, er krafist fórnar.
ekkert fær lifandi rönd við reist
þessum rangsnúnu örlaga þráðum,
þó margt sé í heiminum lagað og leyst
með langsóttu stríði og dáðum.
En list þín er vængjuð og líf þitt er bjart
það ljómar með hrynjandi ómi.
Á ferð þinni um heiminn þér mætir margt
sem er mótað af sterkari hljómi.
Yfir fallegar borgir og frussandi sæ
þú flýgur af mannsins sviði,
við fegursta vatnið þú byggir þinn bæ,
þar börnin þin vaxa í friði.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp