64. Ljóð Vordagur í Hörgárdal

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976

 

VORDAGUR Í HÖRGÁRDAL

 

Fær mannsaugað dýrðlegri sýn yfir dal og hól?

Eru draumalönd nokkur til svo fögur og víð?

Hver smálíf brosir við heiðríkju af hádegissól,

himininn djúpur og tær eins og lind í hlíð.

 

Ilmur í lofti, angan úr frjórri jörð,

ómur af hjalandi laufi og fuglaklið.

Fagur og hreinn stendur fjallahringurinn vörð,

og fossarnir vorljóðin kveða með þýðum nið.

 

Hin nóttlausa veröld, vordagsins eilífa tign

vaxandi stígur um landið með rísandi glóð.

Hin stærsta elfa, hinn minnsti lækur er lygn,

þau liðast um dalinn, glitrandi mild og hljóð.

 

Hvert hjarta fyllist af ást og ólgar af þrá,

í auðmýkt sig beygir og lofar hinn fagra dag.

Skógar, hjarðir, maður og minnsta strá

mynnast við alheimsgígjunnar töfralag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband