65. Ljóð Vorflug

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976

 

VORFLUG

 

 

Nú svíf ég yfir sundin

og sæki skipin þín,

því létt og fleyg er lundi

litla stúlkan mín.

Við skulum sigla saman

og syngja nýjan óð,

það verður voða gaman,

eitt vordags geislaflóð.

 

 

Byrinn okkar býður

og báran kveður ljóð,

tíminn léttur líður

við ljóma af stjörnuglóð.

Við eigum alla heiminn,

aðeins þú og ég,

en Guð má eiga geiminn

og ganga þar sinn veg.

 

 

Við ættum litla ljúfa

að lána honum eitt skip,

þá færi hann kannski að fljúga

framhjá rétt í svip,

gæfi okkur gætur

og gægðist jafnvel inn,

því honum létt það lætur

að líða um himininn.

 

 

Hann góður er og glettinn

við góð og lítil börn,

margan bjó til blettinn,

birkiskóg og tjörn.

Þar blómin anga í brúnum

berjalautum hjá,

og grasið grær á túnum ,

sem gaman er að slá.

 

 

Himininn er heiður

og höfin lygn og blá,

sér fuglar finna hreiður

og flétta saman strá,

verpa í þau eggjum,

sem engin snerta má,

sumir víst í veggjum,

við skulum fara og gá.

 

 

Daggardropinn glitrar

við draumalandsins kvöld,

lækjarseytlan sytrar

svalandi og köld.

Nú grætur litla grundin

af gleði fagurt vor,

hjá lindinni við lundinn

sjást lítil stúlkuspor.

 

 

Ég heyri að byrinn bíður ,

hann bíður eftir þér,

og tíminn ljúfi líður,

ég líka flýti mér.

Því létt og fleyg er lundin

litla stúlkan mín,

nú svíf ég yfir sundin

og sæki skipin þín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband