30.6.2009 | 14:58
Þjóðin kaus
Ég kaus í apríl en ég kaus ekki um Icesave og vil fá að kjósa um það núna, því ég er ekki tilbúinn að greiða skuldir fyrir aðra, á nóg með mínar eigin skuldir og rúmlega það.

![]() |
Þjóðin kaus um Icesave í apríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér þætti gaman að vita hversu margir kjósendur þessa lands eru reiðubúnir að taka undir það sjónarmið. Það vissi enginn fyrir kosningarnar hvernig hvaða framboð ætlaði nákvæmlega að taka á Icesave-málinu. Og hvað þá að nokkur sála hafi vitað þá að það ætti eftir að gera áðurnefnda nauðungarsamninga eða hvernig þeir myndu líta út.
Hvernig getur nokkur sem sem vill láta taka sig alvarlega haldið annari eins vitleysu fram??
Hjörtur J. Guðmundsson, 30.6.2009 kl. 15:03
Það var kominn langur listi á kjósa.is þar sem skorað er á forsetann að skrifa ekki undir ef svo færi að alþingi samþykki þennan gjörning.
Hilmar Guðmundsson, 30.6.2009 kl. 15:15
Er loks komið að því að þjóðin er að átta sig á að X-D er ekki við stjórn landsins?
Palli (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 15:48
Ég man nú ekki til að þeir hafi verið neitt skárri eða var það?
Hilmar Guðmundsson, 30.6.2009 kl. 15:53
Ja Hilmar, miðað við að núverandi ríkisstjórn er algjörlega á botninum, er varla hægt að ímynda sér að xD hefði geta gert verr.
Jón (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 23:45
Eru menn ekki að gleyma því hvernig mánuðirnir á eftir hrunið voru. Hvað fengum við þá af upplýsingum og værum við (þá þjóðin) kannski ekki betur að okkur ef við hefðum fengið þær frá upphafi og þá réttar upplýsingar?
Hilmar Guðmundsson, 1.7.2009 kl. 00:01
Haldnir voru vikulegir blaðamannafundir, og leynd var yfir viðræðum fið IMF að beiðni þeirra. Áttum við kannski að svíkja það strax í byrjun áður en við vissum hvort IMF gat hjálpað okkur eða ekki?
Jón (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 00:25
Hvað fengum við að vita á þessum blaðamannafundum?
Ég vissi jafn mikið eftir sem áður eða nánast. Mér fannst Geir blessaður alltaf fara undan í flæmingi eða svara ekki þeim spurningum sem gátu gefið okkur einhver svör.
IMF kom ekki inn í þetta fyrstu vikurnar þannig að ekki er hægt að kenna þeim um alla þögnina sem var svo mikil og er en.
Hilmar Guðmundsson, 3.7.2009 kl. 16:06