Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
27.7.2007 | 00:49
17. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
AFTUR HVARF
Vafurloga vefjast drauma löndin,
vonin lifnar sem þó áður dó.
Rís í fjarska fyrir stafni ströndin
og styrkur þess sem löngu veitti fró.
Áfram hægt um ljóssins vegi líður
lítill nökkvi vorri bernsku frá,
lífsins öldugangi birginn býður,
búinn til að reyna allt og sjá.
Við oss hlíðar blasa blómum vafðar
báturinn þá landi kemur að,
þær óskir sem í haldi voru hafðar
hefja sig til flugs á nýjan stað.
Byggja það upp sem áður féll af grunni,
aftur græða lífsins dýpstu sár,
það besta sem þá, mannsins andi unni,
en eftir skildi kvíða sorg og tár.
Drauma veldið veglegt gengi skapar,
þessa verndardísir fegra lífsins baug.
Maðurinn sem yndi og öllu tapar,
aftur finnur líf í hverri taug,
og með krafti æskuþrungins vilja
andinn teygar horfnar ævi lind.
Þeir elskendur, sem skapað var að skilja,
skrúðann finna sinn í nýrri mynd.
En veruleikin valdið aftur tekur,
vaknar þá á ný hið gamla strit.
Svefninn bjartur dagur burtu rekur,
þá birtast mannsins kjör í dekkri lit.
Lífið er ei lengur blómum vafið,
ljómans full á ný er burtu streymt,
líkt og fagurt skip sem fer á hafið,
ferst í djúpið, verður öllum gleymt.
Af mörgu sniði mótast lífsins straumur,
mannsins svið er takmark stutt og langt.
Hægt og stillt er sveigður tímans taumur,
tryggt og blítt, en stundum hart og rangt.
Hver stund er vald og afl þess æðri máttar,
sem einn fær stutt og ráðið tímans baug.
Hvert svif er stillt af ómi hærri háttar
sem himinstjarnan fær úr sinni laug.
27.7.2007 | 00:40
16. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
ENDURMINNING ÚR SKÓLA:.
Á kvenna ganginum lasinn ég lá
og líðanin hreint ekki góð,
það var enginn lúxus að lifa þá,
því læt nú fljúga minn óð.
Segi þó einungis sannleikann einn,
en því svartasta sleppi ég úr.
Ég get ekki sagt að ég svæfi þar neinn
sætan né rólegan dúr.
Því ef ég nú sofnaði augnablik vært
við öskur ég hrökk upp á ný,
þau geta meir en hvern meðal mann ært
þessi misleitu ungmeyjar kví.
Þær ýldu og skræktu og orguðu hátt
emjuðu og blésu á víxl.
Töfrandi söngurinn tendraðist dátt
og tónlistin skammir og brigsl.
En svo þegar mollan og myrkrið fór burt
og morguninn ljómaði í hönd,
þá fyrst á ganginum góða varð kjurt.
Svo gliðnuðu svefnsins bönd
þá koma þær þrammandi þrútnar á brá
og þrjóskulegar á svip,
snöktandi og volandi, valtar sem strá,
og vagga eins og sliguð skip
26.7.2007 | 17:18
Jafnrétti
Spurningin er hvort eitthvert réttlæti sé í þessu.
Pilturinn tekinn á 110 km og missir prófið og stúlkan (bara) á 64 km og missir líka prófið.
Hvar er jafnréttið?
Væri ekki rétt að leifa henni að keyra aðeins hraðar áður hún er tekinn?
Sviptur eftir að hafa verið stöðvaður tvö kvöld í röð fyrir hraðakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2007 | 14:42
Hættulegasta vikan
Hann er að slasast svolítið oft þessi ,2.
Hættulegasta vikan í umferðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2007 | 14:37
15. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d:17.04.1976
GYÐJAN
Okkar var gyðjan, hún gaf okkur ungum
gleðinnar fyrstu spor.
Við saman flugum um sólarlönd
og sundur losuðum hversdags böndin,
um eilífð og eintómt vor.
Gígjan með sínum gullnu strengjum,
gladdist með nýjum hljóm.
Hugdjarfar vonir vakti í hjörtum
varpaði geislum loga björtum,
og seið með svæfandi róm.
Hamingjan okkur hertók bæði,
því hamingjan okkar beið.
við svífum á öldum æðri heima,
áfram létum við tímann streyma
endalaust ókomna leið.
Við gígjunnar tóna við gleymdum öllu
og gleðinnar mjúku sem fyrr.
við reistum upp dagsins drauma borgir,
drukkum frá okkur leiða og sorgir.
En stóð ekki eilífðin kyrr?
Var ekki okkar vordagur risinn
og veröldin svona öll?
til hvers átti að tendra eldinn,
til þess aðeins að slökkva hann á kveldin
við brimgný og boða föll.
Víst mun eldurinn alltaf loga,
því á hann við bætum glóð.
En einhvern tíman mun eldsneytið þrjóta
og ekkert til sem er hægt að brjóta,
niður á nakta slóð.
Ég vakna einn um vetrar morgunn
og er lengi áttum að ná.
Það er stundum ekki gott við að glíma,
eða ganga í veg fyrir horfin tíma,
sem löngu er liðinn hjá.
Gyðjan er horfinn ég græt í hljóði
við gígjunnar undir spil.
Álútur stend undir straumum lífsins
við stálgráar eggjar beitta hnífsins,
um eilífð sem ekki er til.
26.7.2007 | 14:31
14. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
GAMALT
SÍLDAR - KVÆÐI
Við siglum í austur á síldveiði geim
að sækja okkur farm í búið.
Á húmdökkum kvöldum við hafgolu hreim,
er hafskipið áfram knúið.
En því miður er veiðin
svo vafasöm stundum,
við Vopnafjörð, Núpinn
og á Grímseyjar sundum.
Með slatta í lestinni höldum við heim,
með hugann hjá víni og sprundum.
Við göngum á landið með gleði og spaug,
það gengur svo illa að spara.
Aurunum söfnum við sjaldan í haug,
við sjáum þá koma og fara.
En stúlkurnar sýna okkur
sólbjarta geima
sið sætleikans njótum
og byrjum að sveima,
hjá smávöxtu kjarri í lítilli laug,
þar sem leyndarmáli á heima.
25.7.2007 | 11:56
Lóðir
Þeir dönsku sem búa á Skáni í Svíþjóð og vina í Danmörk ættu nú að geta flutt heim aftur þegar framboð á húsnæði eykst.
Hafnarbakki Kaupmannahafnar á niðurleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.7.2007 | 11:16
4. mánuðir
Þann 23 voru liðnir 4 mánuðir frá því ég hætti að reykja.
Reykleysið hefur gengið vel og nú fer maður að hugsa af hverju maður var að reykja í 40 ár fyrst það er ekki erfiðra en þetta að hætta.
Ég ætla að taka það fram að ég notaði Zyban í 2 mánuði og kom það mér örugglega yfir erfiðasta tíman.
Ég er innan um reykingar á hverjum degi en það virðist ekki skipta neinu máli, því ég er alveg ákveðin í því að falla ekki.
Þá er bara spurning hverju maður getur hætt næst?
25.7.2007 | 01:48
13. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
Guðjóns drápa Grímseyings
Mannsöngur
Sléttubönd
Sumar blíðan vekur völd
völlur skrýðist fagur,
gumar bíða kyrrlát kvöld,
kemur blíður dagur.
Degi hallar okkur á,
alltaf kalla fljóðin.
Vegi alla fegra þá
finna snjalla óðinn.
Tveggja áttaþungur þeyr
þreytir sláttu takið.
Beggja nátta greypur geir
geta háttinn vakið.
II
Norður í hafi eyja er
sem enginn maður þekkir hér
þar býr fólk sem betur fer
borðar fugla egg og smér.
Herrans fyrir hálfri öld
hráslagalegt vetrar kvöld
þegar báran byltist köld
og barði nakinn eyjar skjöld.
Fæddist stór og feitur sveinn
fagur mjög og vaxta beinn
aldrei hafði áður neinn
annar sést jafn brúna hreinn.
Strax í æsku efldur var
öðrum fljótt af sveinum bar.
Sigldi út um saltan mar
sinni fleytu hér og þar.
Fiskaði vel og fjörugt dró
fyllti bátinn söng og hló
jafnvel allir aðrir þó
ekki fengu bein úr sjó.
Stundum fékk hann storm og byl
strák það ekkert gerði til
því eftir á gekk alt í vil
yndis fljóð með ljós og il.
Björgin kleyf hann brött og há
bein sem veggur stóðu frá.
Hinum djúpa salta sjá
sótti lunda fýl og má.
Þegar landið lá hann við
lítið mat hann siðferðið
kelaði og söng við kvenfólkið
kvöldin löng í ró og frið.
Þegar húmið leið um lönd
flakkaði sýn um haf og strönd.
Oft í rúmi brustu bönd
sem bundu fastast meyjar hönd.
Æskan leið sem vor um völl
vakti gleði og meyjar köll.
Fimleg voru fangbrögð öll
fasið stillt en orðin snjöll.
III
Eitt sinn rauk á rokna hvell
riðlaðist eyjan fékk og skell
renndi af stað með römmum smell
ráku á eftir sjávar fell.
Velti og hjó svo virtist grand
válegt skráð á sjávar band
kenndi grunns og keyrði í strand
í kafaldals byl fyrir sunnan land.
Guðjón bjóst þá brátt af stað
brá úr vör og treysti vað.
Batt svo eyjar endum að
og aftan í bátinn festi það.
Rykkti og söng í reipunum
rumdi og sauð á keipunum
svignaði og skalf í sveipunum
sárnaði skinn í greipunum.
Eftir harðan langan leik
er ljómaði sól á himni bleik
áður en nokkur komst á kreik
knarrar brýndi Guðjón eik.
Kappinn sigldi á sömu mið
setti fast og sperrti við
svo að eyjan ekki á hlið
ylti strax og spillti frið.
Þá á landið létt hann steig
losnar andinn starfs við beyg
en frá sandi augað hneig
um ægis branda hranna teig.
Heim í bæinn beint hann gekk
burt frá æi fýsti rekk
vika laginn vafði hlekk
vordags braginn meyjar fékk.
Einn hann skundar alla stund
áls í lund og gleði fund
engri bundin auðar grund
oft þó hundi hleypti á sund.
Kringum lendur leikur mar
logum brenndur alstaðar
nú mun enda áður þar
út við strendur Grímseyjar.
25.7.2007 | 01:37
Er
Victoria að hverfa?
Hún er eins og skaft.
Tom Cruise sýndi danstakta í veislu Beckham-hjónanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar