Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Hvað er að?

Ég gæti skilið þetta ef fólk væri að stela mat, en snyrtivörum, nei nei næ því bara ekki.Ninja
mbl.is Þjófar staðnir að verki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bruggarinn

Höfundur: Valgeir Árnason

Auðbrekku

 

Þetta eru bara fyrstu tvö erindin, en ég á það allt í kollinum alla veganna ef ekki líka á blaði.

 

Bruggarinn

 

Hann krýpur við hlóðirnar hálfboginn,

hugsandi starir í eldinn,

hann veit hann er sekur og verður um sinn,

að vaka er líður á kveldin.

 Eytrið í katlinum sýður sogar,

það seytlar um pípur, það logar, það logar.

 

Bruggarinn tautar flaskan er full,

að fela er mestur vandinn.

Mig dreymdi víst áðan demant og gull,

það er daufur í flöskunni landinn.

 Svo læðist hann burtu lúmskur sem refur,

um lágnættið grefur og grefur


mbl.is Bruggari tekinn í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykingar

Nú eru liðnir sex mánuðir síðan ég drap í og hefur mér gengið ótrúlega vel að hætta.

Sumir segja kannski að þetta sé ekkert mál, en eftir að vera búinn að reykja í fjörtíu ár þá finnst mér það dá gott að hætta.Devil

Ef áframhaldið verður á sama veg og hingað til þá er það bara gott.

Nú er ég búinn að skrifa flest ljóðin eftir pabba hér inn á bloggið, á eftir að fara yfir það til þess að full vissa mig um að allt sé komið.

Ég set kannski síðar inn lausavísur og jafnvel eitthvað af sögunum það kemur bara í ljós.Joyful


Stífur

Margir verða stífir undir Hafnarfjalli, ekki risvandamál þar.Devil


mbl.is Stífur vindur undir Hafnarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hneykslismál

Það er þetta með ísl krónurnar erlendis á sama tíma og við viljum losna við hana???Devil
mbl.is Hneykslismál skekur Bandaríkjaher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

66. Ljóð Þögn

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976 

 

ÞÖGN

 

Hvers vegna eigum við ekki

að eiga svolítið næði,

hlusta á þögnina þegja

og þegja í friði bæði.

 

Þá gæti verið, að þögnin

þreyttist á sínum kala

og færi svo allt í einu

óviljandi að tala.

 

Vegna þess vil ég reyna

að vera í friði og þegja.

Það væri svo voða gaman

að vita hvað hún mundi segja.


65. Ljóð Vorflug

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976

 

VORFLUG

 

 

Nú svíf ég yfir sundin

og sæki skipin þín,

því létt og fleyg er lundi

litla stúlkan mín.

Við skulum sigla saman

og syngja nýjan óð,

það verður voða gaman,

eitt vordags geislaflóð.

 

 

Byrinn okkar býður

og báran kveður ljóð,

tíminn léttur líður

við ljóma af stjörnuglóð.

Við eigum alla heiminn,

aðeins þú og ég,

en Guð má eiga geiminn

og ganga þar sinn veg.

 

 

Við ættum litla ljúfa

að lána honum eitt skip,

þá færi hann kannski að fljúga

framhjá rétt í svip,

gæfi okkur gætur

og gægðist jafnvel inn,

því honum létt það lætur

að líða um himininn.

 

 

Hann góður er og glettinn

við góð og lítil börn,

margan bjó til blettinn,

birkiskóg og tjörn.

Þar blómin anga í brúnum

berjalautum hjá,

og grasið grær á túnum ,

sem gaman er að slá.

 

 

Himininn er heiður

og höfin lygn og blá,

sér fuglar finna hreiður

og flétta saman strá,

verpa í þau eggjum,

sem engin snerta má,

sumir víst í veggjum,

við skulum fara og gá.

 

 

Daggardropinn glitrar

við draumalandsins kvöld,

lækjarseytlan sytrar

svalandi og köld.

Nú grætur litla grundin

af gleði fagurt vor,

hjá lindinni við lundinn

sjást lítil stúlkuspor.

 

 

Ég heyri að byrinn bíður ,

hann bíður eftir þér,

og tíminn ljúfi líður,

ég líka flýti mér.

Því létt og fleyg er lundin

litla stúlkan mín,

nú svíf ég yfir sundin

og sæki skipin þín


Næsta síða »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband