Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

Viðtal á Rás2 Við Ellen

Ég ætlaði að birta úrdrátt úr þessu viðtali við Ellen formann ÖBÍ, en komst að þeirri niðurstöðu að það færi best að birta það bara í heild sinni.  

 

S: Ellen það kom fram í gær að Pétur Blöndal er ekki sáttur og hann tók málið meðal annars upp á Alþingi og hann segir að þið séu ómálefnaleg og er mjög ósáttur, í sama streng tekur Vigdís Hauksdóttir og hún talar um áhlaup á sig. Hver eru viðbrögð þín við þessu?

E: Já þau eru eiginlega tvennskonar, það er aðallega það að mér þykir þetta hvimleitt að hluta til og að hluta til þykir mér pínulítið vænt um þetta. Hvimleitt að því leiti að þau sem þingmenn og Pétur Blöndal formaður nefndar sem stýrir heildar endurskoðun almannatryggingum og lífeyriskerfinu og hann stýrir líka nefnd um greiðsluþátttöku í heilbrigðiskostnaði, þetta er eitt að mjög stórum málum, þetta er stærstu málin sem varðar almannatryggingarkerfið og heilbrigðismálum á Íslandi og Vigdís Hauksdóttir fyrir að vera formaður fjárlaganefndar og fjárlög eru æðst allra laga í landinu og þar er skammtaður peningur í ákveðna flokka og þar á meðal örorkulífeyri sem er kannski helsta umfjöllunar efnið þarna.

Þau vita nákvæmlega hvaða stöðum þau gegna og vitaskuld er þetta ekkert persónulegt, við erum ekki að persónugera þau, við erum að sýna fram á tvo einstaklinga, við erum að sýna fram á ríkistjórna, hún fyrir Framsókn og hann fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þau koma til okkar á opinn fund sem þau ákveða að mæta fyrir hönd sinna flokka, þau voru þau einu sem komu frá þessum flokkum fyrir kosningar. Þau vissu bæði og gerðu sér grein fyrir því að þessi fundur var tekin upp. Sú upptaka hefur verið á vef Öryrkjabandalagsins alveg síða þá og opinn öllum, að þessu leiti þykir mér það hvimleitt.

Þau hafa bæði verið þó nokkuð í pólitík og Pétur mun lengur heldur en Vigdís og ættu því að skilja að hér er ekki verið að persónugera eitt eða neitt, hér er verið að sýna fram á að þetta eru þessir flokkar sem lofuðu þessu og nú er verið að fjalla um fjárlög og þetta eru atriði sem við erum að benda á í fjárlögum.

Að þessu leitinu þykir mér það hvimleitt. Það sem mér þykir kannski örlýtið vænt um að þau taki þetta til sín að því leytinu til að þetta virðist skipta þau máli og það er jákvætt, það er jákvætt að þetta skiptir þau máli, það er jákvætt að þau taki þetta til sín á þessu stigi fjárlagaumræðunnar, því nú er önnur umræða um fjárlög að hefjast í dag og tilgangurinn með þessum auglýsingum var að vekja þingmenn og þá ríkistjórnina Framsókn og Sjálfstæðisflokk til umhugsinnar um hvað þeir lögðu upp með þegar þeir fóru í kosningar og hver raunveruleg staða er í þessum fjárlögum sem við erum að sjá núna.

S: Það kveður við svolítið nýjan tón í þessari auglýsingu, þetta er ný gerð auglýsinga, það eru myndbirtingar og þær eru kannski hvassari en gengur og gerist. Þú telur ykkur ekkert hafa gengið og langt?

E: Ég er ekki sammála að þær séu hvassari, því þetta er bara fólk sem kemur á þennan fund og er að sinna sinni vinnu.

S: Það er náttúrlega lagið þarna ljúga,ljúga,ljúga?

E: Nei það er trúa,trúa,trúa. Það er þingmaður og svarið er og svarið er já vil ég þér trúa, trúa, trúa.

S: Þið meinið ljúga, ljúga, ljúga er það ekki??

E: Nei nei alls ekki, við erum að brýna þau núna er lagið, núna er lag til að hafa áhrif á breytingar á fjárlagaumræðuna og við viljum trúa því að þeir ætli að standa við þetta.

Við viljum trúa að þeir ætli að vinna að málefnum öryrkja sem þeir sannarlega segja á þessum fundi, við aðra umræðu og þriðju umræðu, þessu er ekki lokið þannig að við trúum því og eigum von í brjósti að það verði breytingar á okkur til góðs, eins og þau sjálf sögðu og eins og þessir flokkar sögðu á okkar fundi.

S: Er það tilviljun að þið ætlið að hafa ráðstefnu í dag þegar önnur umræða hefst um fjárlöginn, Mannréttindi fyrir alla?

E: Tímapunkturinn var í kringum fjárlagaumræðuna, við erum bara heppin að fá salinn á þessum degi. Það var kannski nákvæmlega ekki tilviljun, en ég held að það sé bara heppilegt og við minnum þingmenn og þingheim allan á það að öryrkjar hafa ekki fengið þá leiðréttingu sem rætt var um fyrir kosningar og ég hef trú á Pétri Blöndal og Vigdísi Hauksdóttur til þess að vera í stjórnmálum og ætla að vinna samfélaginu gott og ég vil trúa því að þau ætli að byggja samfélag fyrir alla ekki bara suma heldur fyrir alla.

Núna er lag, þjóðarbúið er að rétta sig af og það er lag til þess að allir fái þess notið.

S: Sjáum hvernig þetta mál fer. Hvar er þessi ráðstefna?


„Milljónir til að sverta þingmenn“

Í fyrsta lagi eru ekki neinir milljónatugir sem fóru í þessa auglýsingu og í öðru lagi er ekkert klippt og tekið úr samhengi eins og Pétur heldur fram.  Það getur hver og einn farið inn á síðu Öryrkjabandalagsins og séð þessar upptöku.  Þá kemur í ljós að það sem er birt í auglýsingunum er nákvæmlega það sem þau sögðu bæðu og ekkert klippt.


mbl.is „Milljónir til að sverta þingmenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband