26.7.2007 | 14:31
14. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
GAMALT
SÍLDAR - KVÆÐI
Við siglum í austur á síldveiði geim
að sækja okkur farm í búið.
Á húmdökkum kvöldum við hafgolu hreim,
er hafskipið áfram knúið.
En því miður er veiðin
svo vafasöm stundum,
við Vopnafjörð, Núpinn
og á Grímseyjar sundum.
Með slatta í lestinni höldum við heim,
með hugann hjá víni og sprundum.
Við göngum á landið með gleði og spaug,
það gengur svo illa að spara.
Aurunum söfnum við sjaldan í haug,
við sjáum þá koma og fara.
En stúlkurnar sýna okkur
sólbjarta geima
sið sætleikans njótum
og byrjum að sveima,
hjá smávöxtu kjarri í lítilli laug,
þar sem leyndarmáli á heima.
25.7.2007 | 11:56
Lóðir
Þeir dönsku sem búa á Skáni í Svíþjóð og vina í Danmörk ættu nú að geta flutt heim aftur þegar framboð á húsnæði eykst.
![]() |
Hafnarbakki Kaupmannahafnar á niðurleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.7.2007 | 11:16
4. mánuðir
Þann 23 voru liðnir 4 mánuðir frá því ég hætti að reykja.
Reykleysið hefur gengið vel og nú fer maður að hugsa af hverju maður var að reykja í 40 ár fyrst það er ekki erfiðra en þetta að hætta.
Ég ætla að taka það fram að ég notaði Zyban í 2 mánuði og kom það mér örugglega yfir erfiðasta tíman.
Ég er innan um reykingar á hverjum degi en það virðist ekki skipta neinu máli, því ég er alveg ákveðin í því að falla ekki.
Þá er bara spurning hverju maður getur hætt næst?
25.7.2007 | 01:48
13. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
Guðjóns drápa Grímseyings
Mannsöngur
Sléttubönd
Sumar blíðan vekur völd
völlur skrýðist fagur,
gumar bíða kyrrlát kvöld,
kemur blíður dagur.
Degi hallar okkur á,
alltaf kalla fljóðin.
Vegi alla fegra þá
finna snjalla óðinn.
Tveggja áttaþungur þeyr
þreytir sláttu takið.
Beggja nátta greypur geir
geta háttinn vakið.
II
Norður í hafi eyja er
sem enginn maður þekkir hér
þar býr fólk sem betur fer
borðar fugla egg og smér.
Herrans fyrir hálfri öld
hráslagalegt vetrar kvöld
þegar báran byltist köld
og barði nakinn eyjar skjöld.
Fæddist stór og feitur sveinn
fagur mjög og vaxta beinn
aldrei hafði áður neinn
annar sést jafn brúna hreinn.
Strax í æsku efldur var
öðrum fljótt af sveinum bar.
Sigldi út um saltan mar
sinni fleytu hér og þar.
Fiskaði vel og fjörugt dró
fyllti bátinn söng og hló
jafnvel allir aðrir þó
ekki fengu bein úr sjó.
Stundum fékk hann storm og byl
strák það ekkert gerði til
því eftir á gekk alt í vil
yndis fljóð með ljós og il.
Björgin kleyf hann brött og há
bein sem veggur stóðu frá.
Hinum djúpa salta sjá
sótti lunda fýl og má.
Þegar landið lá hann við
lítið mat hann siðferðið
kelaði og söng við kvenfólkið
kvöldin löng í ró og frið.
Þegar húmið leið um lönd
flakkaði sýn um haf og strönd.
Oft í rúmi brustu bönd
sem bundu fastast meyjar hönd.
Æskan leið sem vor um völl
vakti gleði og meyjar köll.
Fimleg voru fangbrögð öll
fasið stillt en orðin snjöll.
III
Eitt sinn rauk á rokna hvell
riðlaðist eyjan fékk og skell
renndi af stað með römmum smell
ráku á eftir sjávar fell.
Velti og hjó svo virtist grand
válegt skráð á sjávar band
kenndi grunns og keyrði í strand
í kafaldals byl fyrir sunnan land.
Guðjón bjóst þá brátt af stað
brá úr vör og treysti vað.
Batt svo eyjar endum að
og aftan í bátinn festi það.
Rykkti og söng í reipunum
rumdi og sauð á keipunum
svignaði og skalf í sveipunum
sárnaði skinn í greipunum.
Eftir harðan langan leik
er ljómaði sól á himni bleik
áður en nokkur komst á kreik
knarrar brýndi Guðjón eik.
Kappinn sigldi á sömu mið
setti fast og sperrti við
svo að eyjan ekki á hlið
ylti strax og spillti frið.
Þá á landið létt hann steig
losnar andinn starfs við beyg
en frá sandi augað hneig
um ægis branda hranna teig.
Heim í bæinn beint hann gekk
burt frá æi fýsti rekk
vika laginn vafði hlekk
vordags braginn meyjar fékk.
Einn hann skundar alla stund
áls í lund og gleði fund
engri bundin auðar grund
oft þó hundi hleypti á sund.
Kringum lendur leikur mar
logum brenndur alstaðar
nú mun enda áður þar
út við strendur Grímseyjar.
25.7.2007 | 01:37
Er
Victoria að hverfa?
Hún er eins og skaft.
![]() |
Tom Cruise sýndi danstakta í veislu Beckham-hjónanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.7.2007 | 01:30
Alltaf gott
24.7.2007 | 02:34
Meðalaldur

![]() |
Réttindalaus ökumaður á níræðisaldri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2007 | 02:23
12. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
FÓSTRA
Þú gamla land sem girðist bláum sæ,
þín göfuga tign í eigin svip er bundin.
Hér hraustir kappar fyrst sér byggðu bæ,
þú birtist þeim í draumi yfir sundin.
Þeir vildu ekki sterkan beygja barm
og búa líkt og þrælar, öðrum háðir,
þeir bjuggu skip og fóru með sinn fram
í faðminn þinn, og nýjar hetjudáðir.
Þeir fóru strax að yrkja eigið land,
með uxum plægðu frjóa jörð og sáðu.
Við hjarta hennar tryggðar bundu band,
á brjósti hennar sínar dáðir skráðu.
Þeim fæddust börn sem fósturjörðin á
og fengu brátt að kynnast dagsins önnum,
iðkuðu leiki, beittu benja ljá
og býsna snemma urðu að hraustum mönnum.
Kappi var mikið, kjörorðið var hefnd,
kappleikir háðir, glíma sund og fleira.
Hraustir drengin geta allt það efnt,
sem ungir þeir heita og stundum langtum meira.
Því listin var þeim léð í vöggu gjöf,
líkamsburði, kjarkur til að reyna,
þeir lögðu í víking, fóru um fjarlæg höf,
frægð sér unnu gull og eðalsteina.
Þó sumir færu víða um lög og láð
og lyftu mörgum stórum Grettis tökum.
Ortu ljóð sem aldrei voru skráð,
aðeins kóngum flutt á löngum vökum.
Ynnu sér frægð, sem aldrei hefur gleymst
um alda raðir frá þeim gömlu dögum,
en hafði á vörum fólksins fests og geymst
og flust á milli kynslóða í sögum.
En þá var allaf gamla landi geymt
greypt í huga, nyrst í köldum sjónum,
þar sem þá hafði æsku drauma dreymt,
dafnað og slitið fyrstu bernsku skónum.
Frá konungs hirðum, gull og gleði hreim,
gjafmildum snótum víni og fögrum sölum,
var þerra kærust ósk að komast heim
til kotanna sinna heima í Íslands dölum.
En loks var þeirra skamma saga skráð
á skinn með fjaðrapenna roðið blóði.
Snillings verk sem verða aldrei smáð
en vegin og geymd í minninganna sjóði.
Lýsis kolan daufa birtu bar,
um bæjar skálann fáir geislar runnu,
þegar smáum ljóra lokað var
og langeldar á miðju gólfi brunnu.
24.7.2007 | 02:20
Lúkas kominn heim

![]() |
Lúkas kominn heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2007 | 11:20
Strand 3
eða 4.
Eitthvað er í gangi, hvort það er smit eða eitthvað annað, þá er svolítið mikið að fá fjögur strönd sama sólahringinn, eða er það ekki?
![]() |
Bátur strandaði við Rekavík á Ströndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar