12.7.2007 | 21:11
Engin takmörk
MBL (Á öðrum stað í Kópavogi handtók lögregla hálffertuga konu en í fórum hennar var varningur sem hún gat ekki gert grein fyrir, m.a. fartölva og nokkurt magn lyfja.)
Ráfar um netið undir áhrifum lyfja.
Eru engin takmörk fyrir því hvar fólk undir áhrifum er að þvælast?
![]() |
Kona staðin að verki við innbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2007 | 17:45
Annað ljóð
Höfundur:Guðmundur Árni Valgeirsson
f:11.11.1923 d:17.04.1976
HINN EILÍFI GARÐUR
Oft hef ég gengið um garðinn
og glaðst með fallegum rósum,
horft á himininn hlæja
heiðan með norður ljósum.
Oft hef ég gengið um garðinn
götuna niður við sjóinn,
hlustað á bárurnar byltast
og berjast við ísinn og snjóinn.
Oft hef ég gengið um garðinn
með grenjandi úlfum og ljónum,
sem bitu mig báðu megin
uns blóðið storknaði í skónum.
Oft hef ég gengið um garðinn
og gist meðal blóma í lundi,
kropið á kvöldin við eldinn
kysstur af fallegu sprundi.
Margt hefur skeð fyrir morgunn
og margt kemur seinna á daginn,
hverfullt er konu hjarta
og kvöldroðin norðan við bæinn.
Er ganga um garðinn erfið?
Hún getur verið það stundum,
fyrir þá sem oft eru eltir
af úlfum, refum og hundum.
Því koma dimmir dagar
með dökkum skuggum og baugum,
umvefja allt og alla
aftur göndum og draugum.
Margslungið mannlífið reynist
margir í fjöldanum tínast.
En látið þá líka í friði
sem lifa á því að sýnast.
Víst er það margt sem maður
má hvorki vita né reyna,
en lífsspeki liðinna alda
lifi í krafti þess hreina.
Enn mun ég ganga um garðinn
og greypa nafn mitt í steina,
vermda lífið með lífi
lifa, bíða og reyna.
12.7.2007 | 11:19
Sagan í hnotskurn
Að safna liði og leita hefnda hefur verið leið íslendinga til að leysa málin frá landnámi.
Í Íslendingasögu er þetta á annarri eða þriðju hverri blaðsíðu og þykir flott.
Þessum sögum er mikið haldið á lofti, en í dag eru menn þó ekki að höggva hvorn annan í herðar niður.
![]() |
Stoppaðir í árásarleiðangri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2007 | 10:56
Fiskidauðinn mikli

![]() |
Fiskadauði í Kína vegna mengunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2007 | 01:07
Endurtekning
Kvæði ort á sjöunda áratug síðustu aldar.
Höfundur:Guðmundur Árni Valgeirsson
Frá Auðbrekku
f:11.11.1923 d:17.04.1976
11.7.2007 | 23:11
Óvæntir gestir
Þeir hafa þá nóg að orða þarna í Kína.
Ég sá heimildarmynd þar sem sýnd er veiði á mýrarrottum og þær svo steiktar og étnar.
![]() |
Óvæntir gestir með flóðunum í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2007 | 11:30
Flest gerir maður
nú erum við byrjuð að læra sænsku til að geta talað við tengdafólk Gumma á þeirra máli því að ætla að tala um allt á ensku við (við erum illa talandi á ensku og sum af þeim líka) þau um alla hluti gengur bara ekki upp.
Við stefnum á að fara út næsta sumar og verða kannski í mánuð eða svo, það kemur í ljós síðar.
Sumarið ætlar ekki að vera merkilegt hér á norðurlandi (við ströndina alla veganna), en lengi er von á einum sólardegi.
Lítið hefur orðið um útilegur en sem komið er og er það veðri um að kenna, því hitinn verður að vera yfir 10 gráður til að maður nenni að fara af stað.
Við ætlum alla veganna að fara vestur þegar Gummi og Stína koma til landsins, en von er á þeim 4 ágúst.
Linda Rós kemur á föstudaginn og verður hjá okkur í viku eða svo, kannski förum við eitthvað með hana og notum vagninn ef fortjaldið verður komið, en því seinkar eitthvað, átti að koma á föstudaginn síðasta.
Ekki meira röfl að sinni.
6.7.2007 | 18:48
Óó

![]() |
Ökumaður yfirbugaður eftir hraðakstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.7.2007 | 18:43
Afmæli
Í gær 5.7. var okkur boðið í afmæli hjá Jonna (Jónatan) sem var hálf níræður (45 ára). Blessaður kallinn er farinn af stað niður brekkuna.
Veislan var í húsi Hvítasunnukirkjunnar og var mannmargt nokkuð.
Fín veisla sem Eygló stóð fyrir (kannski of trúað fyrir minn smekk sem er náttúrlega algert aukaatriði) og fórst henni þetta bara vel úr hendi.
Að loknum ræðuhöldum og söng var boðið upp á kaffi og kökur. Ekki var annað að sjá en allir ættu góða stund saman.
Til hamingju með aldurinn Jonni og passaðu þig á hallanum sem framundan er.
4.7.2007 | 17:32
Tjörublæðingar????
Blæðing er úr blóði en ekki tjöru eða neinu öðrum vökva.
Skrýtið að nota þetta orð blæðing (blóð sem lekur). Maður notar ekki blæðing um vatn, bensín eða olíu.
Af hverju þá tjöru????
![]() |
Tjörublæðingar á Þingvallavegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar