Færsluflokkur: Bloggar

51. Ljóð Stríð

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976 

STRÍÐ

 

Ég ligg hér og hugsa lasinn á sál,

leita til staðreynda og raka.

Nú kynda menn heimskunnar brennandi bál,

það besta á glæðurnar taka.

Þeir yfirráð heimta upphefð og völd,

til óheilla vísindin kanna,

sem negrar þeir væru frá nítjándu öld

er nýtísku framgangur manna.

 

Í ófriði heimurinn helfarir slær

og hásveiflur menningar kæfir.

Hver maður úr bróður síns blóði sig þvær,

til bölvunar líkamann æfir.

Þeir sprengjunum kasta á bæi og borg,

í brjálæði drepa og særa.

Þeir hirða ekki um almúgans eymdir og sorg,

því engum er fyrir að kæra.

 

Í stríðið þeir taka hvern stálhraustan mann,

er stutt gæti komandi daga,

og allt sem í bernsku hann vonaði og vann,

það verður hans gleymda saga.

Því víst munu fáir sig finna á ný

þó frelsið og lífið þeir vinni,

hver sál sem áður var flekklaus og frí

er fjötruð og lokuð inni.

 

Hve mörg er ei stúlkan sem missir sinn vin

mann, er hún elskar og dáir.

Augun þau blika sem skúrir og skin

til skiptis. Hún vonar og þráir.

Hún trúir því ekki að allt sem hún ann

sé af henni búið að taka.

Andvaka liggur og hugsar um hann

og heimtar hann komi til baka.

 

En aldrei hann kemur af langferða leið,

því lífsins er þornuð áin.

Hann hefur gengið sitt glötunar skeið,

grafinn í jörðu og dáinn.

Í anda hún geymir hans minningar mynd,

mótar en vill ekki gleyma,

tárin streyma frá lífsins lind

og lyftast til æðri heima.


50. Ljóð Steini

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976 

STEINI

 

Nú er Steini lagstur lágt,

ljótt er hvein í sprundum,

í honum hrein svo undur dátt

oft á leyni fundum.

 

Léleg fata fékk hann hrekk,

feigðar matið sé ´ann,

á hann gat komið ægilegt,

eins og skata lá ´ann.

 

Áður kátur verk sín vann,

þau viðrar máttu fúsir,

því var grátur þegar hann

þurfti á slátur húsið.

 

Læknar brýndu bitlaus tól,

bognir rýndu á fárið.

Drenginn píndu dátt þau fól

og drullu klíndu í sárið.

 

Enn er létti aðgerðin,

upp kom frétt um greyin,

að þeir settu innyflin

ekki réttu meginn.

 

Ekki kanna þurfti þann

þyngdir vann - og tregar

fljótt var sanna fyrst að hann

fitnaði annars vegar.

 


49. Ljóð Skollablinda

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976 

SKOLLA  BLINDA

 

Hér áður skemmtu krakkar sér í skollablindu leik

og skolli hafði bindi fyrir augum,

þegar hann var tilbúinn og kominn vel á kreik

var krakka skarinn líkur gömlum draugum.

 

Hann blindur rölti um stofuna og krækti í einn og einn

athugaði vel og nefndi glópinn.

Ef hann var í meiralagi sljór og svifaseinn,

var seinlegt verk að þekkja allan hópinn.

 

Þetta reyndist fjörugt og þótti skemmtun góð,

þegar margir voru komnir saman,

á eftir var oft sungið og lesin fögur ljóð

leikið sér og öllum fannst þá gaman.

 

Þó tíminn hafi breyst, er þessi leikur leikinn enn

og listin er að vera nógu gleyminn,

því nú eru það skörulegir skollablindu menn

sem skreið ríðandi fara um allan heiminn.

 

Víst er kominn dagur, sem kynnir annan tón

og kveður nýjan óð með gömlum draugum.

Nú eru sjálfir skollarnir með skarpa heyrn og sjón,

en skríllinn hefur bindi fyrir augum.

 

Nú þarf ekki lengur að þukla einn og einn,

athuga og segja til um glópinn,

því skolli okkar tíma er ekki svifaseinn,

með sigur brosi grípur allan hópinn.

 


48. Ljóð Síma - Lína

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976 

SÍMA - LÍNA

 

Sjáið þið Síma - Línu

sigla við hægan byr.

Þótt hún sé ung og létt í lund,

lifir hún eins og fyrr,

brosandi líður um landið

ljúf eins og sumarnótt,

heillar karlmenn og kyssir þá,

en kveður þó stundum fljótt.

 

Hún kveður ei hátt á kvöldin,

en hvíslar með ljúfum þey.

Húmskuggar síga yfir sjó og land,

sameina hal  og mey.

Ástardraumarnir óma,

eilífðin stígur dans,

bárurnar kveða við bryggju ljóð,

og blómskrúðið fléttar krans.

 

Ef ykkur langar til Línu,

labbið þá bara af stað,

þó verði árangur varla stór,

vel mætti reyna það.

Örvænta skal maður aldrei,

því oft reynist viðhorfið breytt.

Hún finnst niður í Strandgötu flest öll kvöld

í fjörtíu og eitt.

 


Frumsýning

Kristján bróðir sýndi nýja hrútinn á dögunum.  Hann er golsóttur, glæsilegur gripur, en hefur einn galla.

Hann hallast frekar að hinum hrútunum og ekki víst að hann nýtist neitt um fengitímann.Frown

Vonandi gengur betur hjá Clooney.Cool


mbl.is Clooney frumsýndi nýju kærustuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsemd

það er skrítin vinsemd að vera að þvælast á herflugvélum við landið.Bandit
mbl.is Fundað í vinsemd vegna heræfinga Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan

Getur lögreglan virkilega gert leit í bifreið á heimildar eða er verið að brjóta lög með svona leitum sem skellt er á fyrirvara laust?Police
mbl.is Hass fannst við leit í bifreið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

47. Ljóð Segðu mér

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976 

SEGÐU MÉR

 

Segðu mér eitt mín sæta,

þegar sumarið kemur í dalinn,

ætlarðu mér að mæta

og merkja í sundur valinn?

Þar finnur þú fallna sveina,

sem forlögin lögðu að velli

og milli gamalla greina

grotna sundur af elli.

 

Þú fyndir að maður margur

mundi í bakkann klóra,

af ekki vanans vargur

vefði um hann hlekki stóra,

dræpi hans óskadrauma,

drægi hann niður í svaðið,

setti á hann sálar strauma,

svo að hann gæti ekki staðið.

 

Þú fyndir að flestir vilja

feta sig burtu úr valnum.

En gömlu greinarnar skilja,

að gæfan er flúin úr dalnum,

því skal berserki binda

bæði á fótum og höndum,

á báðum augum þá blinda,

svo berist þeir ekki frá ströndum.

 

Oft vilja gamlar greinar

gróðurinn kæfa í tíma,

einkum þessar sem einar

eru við lífið að glíma,

fúnar af eymd og elli

og örlagabyltum mörgum,

löngu lagðar að velli

af ljótum og grimmum vörgum.

 

Segðu mér eitt mín sæta,

þegar sumarið kemur í dalinn,

ætlarðu mér að mæta

og merkja í sundur valinn?

Láttu ekki litla sveina

líka hníga að velli

og milli gamalla greina

grotna sundur af elli.

 


46. Ljóð Salí - Buna

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976

SALÍ- BUNA

 

Sig myrkrið hjúpar yfir bæ og ból

og bærist hvergi tré í dagsins hlíðum,

hin mörgu börn sem lífið áður ól

eru í leit að vini kátu, blíðum.

 

Þau læðast hægt og líta allt um kring

og lífsins gleði skín úr þeirra augum,

með efa blandinn óróleika sting

í veruleika, en ekki draumnum góða.

 

Elska og fá, þau ætla sér í kvöld,

eins og stundum var í fornum sögum,

þegar nóttin væra hefur völd

er vonin meiri en á björtum dögum.

 

En hvap um það, víst kemur engum við

þó kærleikans blómin vaxi á slíkum stundum,

því mjög er talið gott að gömlum sið

að gráir melar skrýðist fögrum lundum.

 

Sumir vilja prýða alla og alt

og öðrum hnýta sveig úr fögrum blómum,

þeir fá verkið borgað þúsundfalt

með þrætum, rógi, svindli og hleypidómum.

 

Það sem höndin græðir ein og ein

aðrir reyna strax að fótum troða,

sem meta lægra grund en gráan sein

og gróðrar eyju minna en sker og boða.

 

Ef þau finna valda vininn sinn,

varir þöglar tala hjartans máli,

blítt og mjúkt svo hallast kinn að kinn,

kossinn fyrsti gerir neista að báli.

 

Þau ganga létt um lítinn birki skó

og laugast hljóð í skuggans dýpstu stundum,

og hafa víst af ást og öðru nóg

sem öllum kemur best á slíkum stundum.

 

Í litlu rjóðri stillt er stíginn dans

og stundin líður fljótt við ástar kliðinn.

Skipið siglir beint til Bjarmalands

á Blíðheims mið, í ljúfan nætur friðinn.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband