6.4.2011 | 11:08
Ef þú segir ekki já
Verkalýðsforustan og samtök atvinnulífsins segja að ef ekki verður sagt já í Icesave þá verður ekki samið til þriggja ára. Hvernig voga þessir menn sér að hóta þjóðinni svona. Ef sag er já þá verður samið til þriggja ára um einhver 7-8 % á sama tíma og allt annað (vörur og þjónusta ) hefur hækkað um tugi prósenta.
Gera þessir menn sér ekki grein fyrir því að þúsundir manna á ekki fyrir nauðþurftum hvað þá að maður geti leyft sér eitthvað annað í lífinu svo sem bíó einu sinni í mánuði eða eitthvað því um lík.
Ríkistjórnin ætlar ekki að birta kostnað við Isesave fyrr en á mánudag. Hversvegna er það? Er þessi kostnaður svo hár að fólki muni blöskra eða hvað er í gangi?
Eigum við ekki rétt á að fá að vita hvað við eigum að borga?
Hverslags framkoma er þetta við fólk? Lítilsvirðing bæði hjá samtökum atvinnulífsins og ríkistjórn.
Við þurfum að fá nýtt fólk á Alþingi og við þurfum að fá nýtt fólk í verkalýðsforustuna, annað gengur ekki.
Ég veit ekki um ykkur en ég er búinn að fá nóg.
Takk
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar