21. Ljóð

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923 d: 17.04.1976 

EKKI  Í  TUNGLSLJÓSI

 

Máninn frá himni horfir stundum,

hingað á okkur jarðar börn,

fylgist með löngu frosnum stundum,

flóum, lækjum og mýrartjörn.

Sig glaðlega speglar í glærum ísum,

grettir sig framan í mela og börð,

og villtan dans stígur með vetrar dísum,

er vindarnir hvína og hríðin hörð.

 

Hann vill ekki sýna okkur samúð neina

eða samvinnu hafa á nokkurn hátt,

þó hann sé alltaf á rölti að reyna

að ramba þetta í sömu átt.

Þá felur hann sig bak við flóka á skýjum,

en forvitinn gægist þó af og til fram.

Hann veit að af myrkfælni flest við flýjum

og forðumst rökkursins sláandi hramm.

 

Hann heldur að skuggar að vofum verði

og vakni til lífsins ef nógu er dimmt,

þá klýfur hann loftið með sólbikarsins sverði,

sjáandi betur hvað af hafi skrimt.

En mannkindin lifir þó máninn sig feli

og mótar sitt starf, alveg jafnt fyrir því,

og norðurljós yfir norðurhveli,

náttdansinn stíga liðug og frí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband