22. Ljóð

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923 d: 17.04.1976 

HEIMÞRÁ

 

Ég svíf í anda sveitin mín

um svalar nætur heim til þín,

ég alltaf sama unað finn

við ástar hlýja barminn þinn´

Þú brostir ljúft á móti mér

og móður hjartað sló í þér,

mér gafstu allt sem áttir þú,

það yndi sem ég þrái nú.

 

Í skjóli við þín fögru fjöll

finn ég bernsku sporin öll,

og ljóð sem orti lækur þinn

líða í gegn um huga minn.

Við fugla kvak og fossins söng

í friði sat ég dægrin löng,

þeir sungu ljóðin lönd og sæ

um líf og gleði tún og bæ.

 

Þegar vor í veldis stól

sig vafði blítt um hlíð og ból,

þá brostu fögru blómin hrein

svo björt er sólin heitast skein,

og ilmur fínn um loftið leið

sem ljúfur steig frá þínum meið,

fyllti hjörtu allra il

sem alúð þráðu og fundu til.

 

Ég finn það gleggst þá fjær ég er

hve farsæl þú og góð varst mér,

það besta sem ég enn þá á

allt er þínum brjóstum frá,

það gafstu mér er myndin skein

í mínu lífi björt og hrein,

en margt ég hef af mörgum lært,

sem miður er og fáum kært.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband