19.9.2007 | 21:21
60. Ljóđ Viđ Bakkus og ţiđ
Höfundur: Guđmundur Árni Valgeirsson
Auđbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
VIĐ BAKKUS - OG ŢIĐ
Oft hef ég setiđ ađ sumbli
svala og langar nćtur,
ćđaslátt útlagans fundiđ
og ylinn viđ hjartarćtur.
Drekkt mínum draumum og sorgum
í drekans eitruđu veigum,
látiđ ţćr líđa um hálsinn
í löngum og stórum teygum.
Haldiđ ég vćri hetja,
hćfari flestum mönnum,
en gleymt ţví hve grátlega lítiđ
ég gat mitt í dagsins önnum.
Fyndist andi minn fleygur
og frjór í sköpunar mćtti,
ţó aldrei eins andlega dauđur,
minn óđur međ fölskum hćtti.
Svifiđ í sefjunar böndum,
séđ varla birtu skilin.
Hent mér aftur og aftur,
endilöngum í hylinn.
Sá blekkingar bylur er blendinn,
ţví böđulinn stendur viđ ósinn,
en Bakkus á bakkanum glottir
bjartari en norđur ljósin.
Hann seiđir sveina og meyjar
međ sínum glitrandi veigum,
ţau brosandi brennda drykkinn
bergja í stórum teygum.
Lífiđ ţeim virđist leikur
međan logandi veigarnar skína,
en svo ţegar lengra frá líđur
fer ljóminn af ţeim ađ dvína.
Ef samviskan sífrar ađ morgni
og sálin er mettuđ af glýju,
ţá bikarinn bjarta viđ tökum
og byrjum ađ drekka ađ nýju.
Ađ feigđarósi viđ fljótum
flýjandi okkur sjálfa,
en samviskan segir ţiđ eigiđ
ađ sitja heima og skjálfa.
Enn samt viđ í fávisku flýjum
á flóttanum nötrum og skjálfum
og hlaupum svo hratt ađ viđ horfum
í hnakkann á okkur sjálfum.
Ađ henda sér niđur í hylinn
held ég sé lítill vandi,
en svolítiđ ţarf meiri seiglu
til ađ synda aftur ađ landi.
Bloggvinir
Eldri fćrslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar