Jól í Svíðþjóð

Við lentum á Kastrup tuttugasta og fyrsta des, eftir leit að töskum var farið beint í lestina til Malmö og þaðan heim til Gumma og Stínu.  Frekar kalt var og töluverður vindur.

Á mánudag fórum við í bæinn með Gumma og kíktum í nokkrar búðir.  Seinnipartinn þegar Stína var búinn að vinna var farið í blómabúð til að skoða asna  (ekki það að við Gummi fóru báðir þannig að asnarnir voru ornir þrír) og rollu með þann lengsta dindil sem ég hef séð.

Á þriðjudag fórum við Anna í smá verslunarleiðangur annars var dagurinn notaður til undirbúnings fyrir aðfangadag.

Á aðfangadag var farið frá Malmö til Trelleborgar með viðkomu í Fuglie.  Í Fuglie býr mamma Stínu og amma á næsta bæ.  Fyrst fórum við til mömmunnar með pakka og jólakveðjur en þaðan svo til ömmunnar þar sem boðið var upp á kaffi og með því.  Þegar búið var að smakka allar tegundir að jólabrauði og kökum var haldið til Trelleborgar.

Trelleborg tók á móti okkur með jólamat sem samstóð af síld, lax og rækjum í forrétt sem stóð í um það bil klukkustund þótt allir væru saddir eftir kaffið hjá ömmunni.

Eftir forrétt kom að aðalréttinum sem var hani með öllu og var tekið vel til matar og voru menn/konur um einn og hálfan tíma að klára hanann.

Eftir hanaátið var safnast saman í kringum Gumma en hann hafði verið valin jólasveinn ársins, las hann og deildi pökkum af mikilli list (sem hans er von og vísa).

Að pakka deilingu og opnum var komið að eftirrétti (eins og menn/konur hefðu ekki fengið neitt að borða) og samstóð hann af a al amaleti sem er einhverskonar hrísgrjónagrautur með jarðaberjamauki.

Eftir allt þetta át var komið að hápunkti kvöldsins, sem var pakkaleikur.  Þannig gerður að pökkum var hrúgað á borðið og teningur notaður, upp urðu að koma tölurnar einn eða sex til að fá pakka.

Þegar pakkarnir voru búnir var stillt klukka og kastað aftur með sömu skilyrðum en nú átti sá sem fékk einn eða sex að stela pakka frá einhverjum öðrum, þegar klukkan hringdi áttu menn pakkana sem þeir voru komnir með, sumir marga aðrir kannski bara einn.  Þá voru pakkarnir opnaðir í röð þannig að fyrst opnaði einhver einn pakka og sýndi þá var komið að næsta og svo koll af kolli.

Í þessum pökkum var allskonar drasl sem fólk hafði fengið fyrir lítið enda snérist leikurinn minnst um innihaldið heldur skemmtanagildið þegar margir voru kannski að berjast um sama pakkann í tuttugu mínútur.

Eftir pakkaslaginn var boðið upp á kaffi og með því, engin fór svangur frá Trelleborg það kvöldið.

Upp úr miðnætti komum við heim í Malmö og lögðumst á meltunna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband