Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
19.7.2007 | 21:21
9. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
EKKI NEITT
Skálin vil stólinn stundi lágt
og starði út í loftið drauma blátt.
Hún sagði við krukkuna,
hvað ert þú að gera?
Komdu ekki nálægt mér
láttu mig vera.
En krukkan sagði,
er ég nokkuð öðruvísi en þú?
Jú - ofurlítið stærri
og myndarlegri frú.
Oftast getur stóllinn
einhverja seitt
enda er kvæðið búið
og heitir
- ekki neitt.
19.7.2007 | 21:10
Bylting
Bylting í Íran?
Hver trúr því að Bandaríkin eigi aðild að því að reina að veikja stjórnina til þess að koma af stað byltingu?
Eru Bandaríkjamenn vanir að skipta sér að annarra landa málefnum?
Getur einhver bent á dæmi?
Íransk-bandarískir fræðimenn í haldi tjá sig í sjónvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.7.2007 | 21:04
Bush
Ef Bush hefði ráðfært sig við sömu aðila í sambandi við Írak þá væri mannfall þar kannski innan við 200.000.
En greinilega voru einhverjir aðrir sem fóru með ráðgjöf þá, því allir vita hverjar afleiðingar af þeim afskiptum hafa verið.
Bush íhugaði að senda herlið til Darfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2007 | 00:55
8. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
FUGLARNIR HANS
Hann byrjað sitt líf við bjartan sjó
og bjó til fugla úr tré og smiðju mó
hann gat líka sungið í þá sál
hann sjálfur skildi heimsins fuglamál.
Sá einn er skáld sem talar lífsins tungur
talar fagurt mál og byrjar ungur.
Með hörpu sinni fann hann þeirra flug
og fylltist nýjum þrótti og hetjudug
hann lét þá alla svífa í sólar átt
með sigur för um loftið drauma blátt.
Sá einn er skáld sem andans flugið finnur
flýgur móti sól og heiminn vinnur.
Fuglarnir hans fljúga vítt um geim
fljúga um liðnar aldir koma heim
og syngja okkur litlum mönnum ljóð
til lífsins aftur vekja kalda glóð.
Sá einn er skáld sem engin getur gleymt
í gullunum hans, sjálfan endur heimt.
Hörpunnar við skynjum helgi dóm
því heilladísir sungu í hana hljóm
og gáfu henni vorsins helgu vé
sem vöktu líf í smiðju mó og tré.
Sá einn er skáld sem stillir hörpu strengi,
strengi sem geta hljómað hátt og lengi.
Sá einn er skáld sem skilur heimsins mál
skáld sem hefur ódauðlega sál
því gaf hann sínum litlu fuglum flug
og flugið var með reisn og stórum hug.
Þeir svífa hátt hjá sólarströndum björtum
og syngja ljóðin hans í okkar hjörtum.
17.7.2007 | 00:48
7. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d:17.04.1976
GÖMUL SAGA
Mildur ómur berst til bæja,
bítur gola, ekki hvasst.
Undir hófum hlíðar hlæja
hljóms við hamra endur kast.
Fölvi sést á fjalla brúnum,
fyrir ofan stjörnu glóð.
Liprir fætur rista rúnum
raka moldar götu slóð.
Selið langt að baki blundar,
bíður morguns lágt og hljótt.
Burt frá mjúkri hvílu kenndar,
halur ríður þessa nótt.
Dimmt er fyrir dökkum augum,
dapurt yfir ungum hug.
Eldur brennur ört í taugum
með örvæntingar neista flug.
Hann var saklaus, sekur dæmdur,
sagður hafa vegið mann.
Eignum sínum rúinn, rændur
af rekk sem lyga vefinn spann.
Sviptur öllum sóma og æru
sekur gengur skógar leið
til unnustunnar ungu og kæru
upp í selið strax hann reið.
II
Ljómar jörð á lygnu kveldi
lindir streyma hljótt við ból
himins hvelfing, unaðs eldi
aftan roða, merlar sól.
Endurskin frá ám og flóum,
eykur heimsins lita val.
Ilmur berst frá birki skógum,
allt bíður þess er koma skal.
Hún bíður hans á bæjar hólnum,
brosmild eins og fögur rós.
Engilhrein í hvítum kjólnum,
hvarma dökk en hörunds ljós.
Geislar fæðast glæstra vona,
gleðin heimtar styrk og vörn.
Varir mætast - maður - kona,
mestu lífsins óska börn.
Vafin mjúkum meyjar armi,
margur gleymir tímans raun.
ástar ljómans ljúfi varmi,
lífsins græðir dýpstu kaun.
Unaðsstundir allra nátta,
endur vekur blærinn hreinn,
þegar tónar tveggja átta,
tengjast sama - verða einn.
Djúpin fyllast dýrðar ljóma
dulins máttar - innstu lög
alheims gígjur undir óma,
ástar valsins töfra slög.
Óska drauma elfin rennur,
ósinn kembir ljúfur þeyr.
Vafurloginn varmi brennur
vermdar það sem aldrei deyr.
Helg er nóttin, helg er stundin,
heilagt sérhvert augna blik.
Eðlis hneigðin átta bundin,
aftur þræðir vonlaust strik.
Leitar uppi leið en eygir
lokuð hlið og brostna grein.
Allt er glatað, eigir vegir,
undan koma tæpast nein.
Myrkvast sál að morgni ungum,
merkjast sundur tveggja spor.
Steypist fyrir straumi þungum
strýs við arma, nýfætt vor.
böndin falla, böndin þrengjast,
blæðir hjartans djúpa und.
brotnar sálir, sundur engjast,
sorgin þjakar veika lund.
III
Feigðar boðans forni hljómur,
fyllir hjartans innstu laug.
Náklukkunnar neyðar ómur
næðir gegnum hverja taug.
Inni í dimmum litlum lundi
liggur sverð og rennur blóð.
Mærin unga bregður blundi,
bleik sem nár, við morgunglóð.
Hratt en stillt hún reis úr ranni,
rekja augun sundin græn.
Þessi fagri fjalla svanni,
fellir tár í hljóðri bæn.
Yfir sig kufli stuttum steypir
stöðug gengur beina leið.
Söðlar hest og síðan hleypir
sömu átt og knapinn reið.
Morgun sólar söngvar rymja,
sveimar fugl um skógar rein.
Í fjarska vopnin glampa, glymja,
gjalla raddir, stunur, vein.
Átta á móti einum berjast,
aðrir liggja í valnum fimm.
Hún sér hann móðan, sáran verjast,
svipur harður augun dimm.
Hægt sig einn úr hópnum dregur,
hefur sverði í slíður sökkt.
Spjót í hendi vel hann vegur,
varpar síðan leiftur snöggt,
það gegnum manninn miðjan smýgur,
marrar hold, sem kramið lauf.
Meðan hann til moldar hnígur
mann í herðar niður klauf.
Við hlið hans, stillt á kné hún krýpur,
kyssir mjúkt á augun hörð.
Úr bana sári blóðið drýpur,
breiðist út um gljúpan svörð.
Sem ástarjátning æðri hljómi,
með engla röddum kærleikans,
hún hvíslar lágt með ljúfum rómi
líknar söng í eyra hans.
Drjúp mildur höfði að móður barmi,
moldin þreyttum veitir fró.
Gleymdu öllu hatri - harmi,
haltu göfgi og sálarró.
Fyrir gef þú fölskum mönnum
fólskuverk, með bljúgri lund.
Gakk þú heill, með huga sönnum
hinstu leið á drottins fund.
Hann lyftir höfði hinsta sinni,
horfir djúpt í augun blíð,
þar sem brennur bálið inni,
en brostin von um ævi tíð.
Hann skynjar afl og styrk þess sterka,
stund þess mikla - æðsta mál.
Hann skynjar kærleik kraftaverka
konu ást af lífi og sál.
IV
Myrkvast jörð og moldin grætur,
máninn speglar haustsins rann.
ferðamenn við fjallsins rætur
fundu dána konu og mann.
Í faðmlögum þar líkin lágu,
ljómi í gegnum fölvann sást,
eins og börn er saman sváfu.
Sigur tákn um hreina ást.
16.7.2007 | 11:58
6. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f:11.11.1923 d:17.04.1976
DÍSUR
Hvernig á kvæði að vera,
sem komið er ekki á blað.
Verður slíkt vandi að gera,
viljið þið segja mér það.
Er betra að yrkja vísu,
eina um Dísu og hann.
Því draumurinn hennar Dísu,
var draumur um ungan mann.
Dísa er enn þá Dísa,
og Dísa er ljúf og góð.
Þó verði það aldrei vísa
en verði á endanum ljóð,
sem Dísu við sendum í draumi
því Dísa er öllum kær,
veik fyrir veraldar glaumi,
en reikul og indæl mær.
Ef bágstaddan bar að garði,
hún bauð honum þegar inn,
því mat eða mælikvarði
á mann þennan og hinn,
var aldrei af Dísu dreginn,
datt bara slíkt ekki í hug,
hún var aðeins voða fegin
og vísaði engum á bug.
Enda höfum við allir,
átt okkar Dísu nótt.
Svifið um sólgylltar hallir,
sokkið í húmið hljótt.
bikarinn drukki í dögun,
hans dreggjar í löngum teyg,
gleymt bæði lit hans og lögun
en lotið hans guða veig.
Hugþekk er helgi stundin,
þá haldið er garði frá.
Geislarnir ljóma upp lundinn,
og lífið er dásamlegt þá,
minning um meyjar og arma,
mjúka og lítinn fót.
Freyðandi Venusar varma,
sem verma okkar stefnumót.
Við þurfum ei lengur að lýsa,
ljóðinu um Dísu og hann.
Á endanum eignaðist Dísa,
ungan og fallegan mann.
Og draumarnir Dísu rætast,
því Dísa var róleg og beið,
maður og kona mætast
og merkja sér nýja leið.
Samt eigum við allir Dísur,
sem alltaf taka okkur beint.
Skemmtilegustu skvísur,
skínandi alveg hreint.
Þó detti úr hópnum ein Dísa
og drífur í að gifta sig,
þá önnur mun leiðina lýsa
og ljóma umvefja þig.
16.7.2007 | 11:40
Varnir
Varnir æfðar með Bandaríkjaher í næsta mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2007 | 11:37
Sviptur ökuréttindum
Hvað skildu vera margir svona í umferðinni á hverjum degi?
Án ökuréttinda, ótryggðir og jafn vel undir áhrifum efna eða áfengis.
Vantaði far til Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2007 | 17:45
5. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
BIKARINN
Tíðar - andinn talar sínu máli,
og tekur eftir hvaða leið við höldum.
Enn þó menn stundum skemmti sér og skáli
í skammdeginu á löngum vetrar kvöldum,
finnst mér um slíkt tæpast hægt að tala,
tel það aðeins hressingu og gaman.
Þyrstur eiga þorstanum að svala,
þenkja göfug mál og ræða saman.
Gullnar veigar gleðja mannsins hjarta,
gefa nýja reisn og mýkri strengi.
Andinn skynjar allt það fagra og bjarta,
áður þekkta braut en tínda lengi.
Vekur gleymda þrá, og vegsemd eikur,
vegur þunga hluti léttum tökum.
Okkur virðist lífið tómur leikur
og litlar klyfjar hangi á sterkum bökum.
Ef hófs er gætt og haldið réttu striki,
hamingju dísin flesta leiðir varðar,
því mitt í lífsins drunga, deyfð og ryki
drottinn sendi náðar gjöf til jarðar.
Hann vildi glæða eðli ásta og vona,
alla fyrra vonbrigðum og reiði,
þetta hefur sumum orðið svona,
en sumum aðeins slæmur bjarnar greiði.
Ef sama drekka valdhafarnir vildu,
vonar skál, í dögun eilífs friðar.
Gleymdu sinni feigðar leið en fylgdu
fegurð æðri tóna - dýpri kliður,
þá mundu óska draumar allra rætast,
öfugþróun liðins tíma víkja,
með bróður þeli mundu flestir mætast
ef mannleg hugsun fengi að skapa og ríkja.
Drekkum skál, því drauma landið kemur,
þó dögun þess sé enn þá mistri hulin.
Einhver - tíma fólkið friðinn semur
og finnur rétta leið sem nú er dulin.
Byssurnar þagna, bróður vígin hverfa.
Að bráðþroska menning fæðist, vaxi og dafni,
hins dugmikla fólks, sem daginn fær að erfa.
Við drekkum þess skál í friðarboðans nafni.
Engin má til botns sinn bikar súpa
í blóma lífsins, það er margreynd saga,
þá mun hann seinna hljóður höfði drjúpa,
hálfnaður sína göngu, uppi daga.
Vakna loks, hann sér í álinn syrta,
svipað eins og tröll sem beið í leyni,
og hrökk fyrst upp er byrjað var að birta
bara heldur seint, og varð að steini.
Drekk hægt þinn bikar, dreggjar hans þér geymdu,
drjúga lögg í botni þar til seinna.
Á æfi kvöldi, að starfi þínu streymdu
staup þitt skaltu kneyfa, dýpra og hreinna.
Njóta þeirra hinstu helgi stundar,
þess himinborna, drekka skál án tafar,
og mæta hress til næsta framhalds fundar,
á furðu ströndum, hinumegin grafar.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar