Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

4. ljóð

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923 d:17.04.1976 

BARNA-GÆLA

Komdu til mín á kveldin

og kúrðu hjá mér við eldinn.

Ég kann alveg sand af sögum,

sumar frá liðnum dögum,

og meðan bútarnir brenna

burtu við skulum renna,

í huganum hátt upp í fjöllin

og heimsækja gömlu tröllin.

Tröll eru talin skrýtin,

 

þau troða undir sig skítinn,

halda ekki hellunum hreinum,

en hanga þarna í leynum.

Gægjast um glufur á klettum,

með grettum og ótal fettum,

flöt og freðin um smettin,

en fram úr skarandi glettin.

 

Þau stundum frá hellunum feta

og fá sér þá vel að éta,

þau eru ekki erfið í vali,

en innbyrða stærstu hvali,

og mér var sagt marga í einu,

svo meint þeim ei verður af neinu,

en rösklega ropa og ýla

og rífa í sig stóreflis fíla.

 

En ef þau svo hitta álfa,

alltaf þau fara að skjálfa.

Því álfarnir eru álfar,

ærslabelgir og kálfar,

þeir ferðast um fjölda margir,

furðu snarir og kargir,

og taka víst stundum tröllin

og troða þeim inn í fjöllin.

 

En þá fara tröllin að tala

og tröllslega æpa og gala,

reiðir við alla álfa

allt fer að titra og skjálfa,

jörðin hún riðar og ruggar,

svo rjúka upp stofugluggar.

Tröllin af tryllingi glansa

og tröllsleg um hellirinn dansa.

 

Svo fara tröllin að sofa,

syfjuð af þreytu og dofa,

það er ekki um tröllin að tala,

þau tafarlaust falla í dvala,

og sofa um ótal aldir

eins fast og steinarnir kaldir.

En gangir þú góði upp í fjöllin

í guðsbænum vektu ekki tröllin


Herstöð al-Qaída í Pakistan veldur áhyggjum

Eru engar frétti úr þessum heimshluta sem hægt er að segja frá án þess að vitna í Bandaríkin eða aðra eins rugludalla þegar kemur að múslimum?
mbl.is Herstöð al-Qaída í Pakistan veldur áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3. ljóðið

 

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

frá Auðbrekku

Hörgárdal

f:11.11.1923 d:17.04.1976

Ég vissi ekki hvað þetta ljóð hét, en fann þetta nafn innan sviga.

( KVEÐJA )

 

Nú skal hefja lítið ljóð

leysa stefja hlekki

þakka og kveðja fögur fljóð

en faðmi vefja ekki.

 

Þó að angi um eina bil

oft þá þanka örmum

þó mig langar loksins til

að lýsa ganga dömum.

 

Þær eru mestu þarfa hjú

því næst bestu eignir

ef að flesta yrðu nú

af þeim lestir þvegnir.

 

Sæt er Gréta og gerðaleg

góðan metur vana

þó trúað geti ekki ég

að einhver éti hana.

 

Lof er ýsan ljúf og hrein

litla kýs hún vegi

eflaust hýsir einhvern svein

áður en lýsir degi.

 

Vika hraður virtust þá

valinn maður gengur

Viggu glaður sótti sá

súkkulaði drengur.

 

Stína milt um vaggar veg

varla skiltið missir.

Alltaf stillt og elskuleg

alla pilta kyssir.

 

Boggu órar, ekki rugl

ástar glórur kinda

þar mun stór og fagur fugl

fast við stjóra binda.

 

Dagný eykur eldsins gnógt

enn þó veikur brenni.

Eflaust reika einhver fljótt

í ástar leik með henni.

 

Mörg er veilan mæðuleg

margir deilur gera.

En lifið heilar lífs um veg

og látið feilinn vera.

 

Ykkur sess og orða gnógt

elti þessi héðan.

Nú vil ég hressast vel og fljótt

verið bless á meðan.

 


Engin takmörk

MBL (Á öðrum stað í Kópavogi handtók lögregla hálffertuga konu en í fórum hennar var varningur sem hún gat ekki gert grein fyrir, m.a. fartölva og nokkurt magn lyfja.)

Ráfar um netið undir áhrifum lyfja.

Eru engin takmörk fyrir því hvar fólk undir áhrifum er að þvælast?FootinMouth


mbl.is Kona staðin að verki við innbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað ljóð

Höfundur:Guðmundur Árni Valgeirsson

f:11.11.1923 d:17.04.1976 

HINN EILÍFI GARÐUR

 

Oft hef ég gengið um garðinn

og glaðst með fallegum rósum,

horft á himininn hlæja

heiðan með norður ljósum.

 

Oft hef ég gengið um garðinn

götuna niður við sjóinn,

hlustað á bárurnar byltast

og berjast við ísinn og snjóinn.

 

Oft hef ég gengið um garðinn

með grenjandi úlfum og ljónum,

sem bitu mig báðu megin

uns blóðið storknaði í skónum.

 

Oft hef ég gengið um garðinn

og gist meðal blóma í lundi,

kropið á kvöldin við eldinn

kysstur af fallegu sprundi.

 

Margt hefur skeð fyrir morgunn

og margt kemur seinna á daginn,

hverfullt er konu hjarta

og kvöldroðin norðan við bæinn.

 

Er ganga um garðinn erfið?

Hún getur verið það stundum,

fyrir þá sem oft eru eltir

af úlfum, refum og hundum.

 

Því koma dimmir dagar

með dökkum skuggum og baugum,

umvefja allt og alla

aftur göndum og draugum.

 

Margslungið mannlífið reynist

margir í fjöldanum tínast.

En látið þá líka í friði

sem lifa á því að sýnast.

 

Víst er það margt sem maður

má hvorki vita né reyna,

en lífsspeki liðinna alda

lifi í krafti þess hreina.

 

Enn mun ég ganga um garðinn

og greypa nafn mitt í steina,

vermda lífið með lífi

lifa, bíða og reyna.

 


Sagan í hnotskurn

Að safna liði og leita hefnda hefur verið leið íslendinga til að leysa málin frá landnámi.

Í Íslendingasögu er þetta á annarri eða þriðju hverri blaðsíðu og þykir flott.

Þessum sögum er mikið haldið á lofti, en í dag eru menn þó ekki að höggva hvorn annan í herðar niður.


mbl.is Stoppaðir í árásarleiðangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskidauðinn mikli

Það er eins gott að þeir hafa allar þessar rottur.  Þar er fersk fæða.Devil
mbl.is Fiskadauði í Kína vegna mengunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurtekning

Kvæði ort á sjöunda áratug síðustu aldar.

Höfundur:Guðmundur Árni Valgeirsson

Frá Auðbrekku

f:11.11.1923 d:17.04.1976 

BERGMÁL  TÍMANS 
Einokunin og ótal margt,
Ísland þjáði á fyrri öldum.
Þó var lesið á kyrrum kvöldum,
kveðnar rímur, en lifað spart.
Flestum lands mönnum fannst þó hart,
fastir að hanga á dönskum klafa,
því miskunnar aldrei verður vart,
hjá valdhöfum þeim sem styrkinn hafa.
Kærleikur þeirra er keyrið svart,
en kraftaverkið - að grafa.
 Þeir fluttu til landsins maðkað mjöl
og mönnum það seldu á þreföldu verði,
að okra og svíkja ekkert til gerði,
því enginn hafði á neinu völ.
Þeir féflettu landsmenn og fölsuðu skjöl,
því framburður þeirra ei danskir rengdu.
Hungraða ræfla, kreppta af kvöl,
sem krónu stálu, þeir tóku og hengdu.
Og Hólmfasti fannst það hálfgert böl
þegar helvítin karlinn flengdu.

Dansklundað illþýði, - íslenskt þó,
óheflað skriðdýr með lágu hvötum,
héldu sig menn í fínum fötum
en fátækra bænda krepptu skó.
Fengju þeir sjálfir frelsi nóg,
var fallvalt að treysta á slíka hrotta.
Menn, dæmdu frá eignum í kóngsins kló
með kærum, svikum, með falska votta.
En fólkið sem þurfti að fara á sjó,
fékk varla snæris spotta.  
Við kúgarans sterka kverka tak,
kvaldar sálir til moldar hnigu.
Aðrir af reisn og eldmóð stigu,
áfram veginn með teinrétt bak.
Þó fáir af slíkum bæru blak,
samt berjast þeir máttu í allra þágu,
við ís sem landinu upp að rak,
eldgos harðindi og skatta plágu.
Og víða í gegnum laupinn lak,
hjá lubbunum hinum gráu.  
Sjálfstæði okkar var endur heimt
á öldinni þeirri sem nú er að líða.
Í margar aldir máttum við bíða,
máttlausir, vonað, um frelsið dreymt.
Ekki þó okkar eðli gleymt,
andlegum þroska, né fornum sögum,
alltaf vakið og áfram geymt,
og eldskírn hlotið frá liðnum dögum
þó alstaðar væri orðið reimt,
af útlendum þrælalögum. 
En seinna á þessari sömu öld,
siðfræðin virðist í hæpnasta lagi.
Einhyggju menn af ýmsu tagi,
eyja framundan styrk og völd.
En aðferð þeirra er ill og köld,
eindreginn vilji landið að selja,
auðhringa bak við og erlendan skjöld,
öruggir munu þeir framvegis dvelja.
Og menningin deyr út við myrkvuð tjöld,
ef menn kunna ekki að velja. 
Í Straumsvík ef upp byggist iðjuver,
er íslenskt sjálfstæði í bráðri hættu,
og atvinnuvegir okkar mættu
ekki við slíku brölti hér.
Þar sem fámenni fyrir er,
fær ekkert staðist svoleiðis þróun.
Ennþá situr hér erlendur her,
ýmsum til miska, en sumum fróun,
að sjá hvenær burtu svo hann fer,
er sannkölluð stjórnarprófun.  
Nú skal sameina þessa þjóð,
sem þúsund ár hefur beðið í sárum,
lifað í eymd, með trega og tárum,
tapað og misst sitt hjarta blóð.
Því enn þá logar hin aldna glóð,
og aftur mun rísa heiðskír dagur,
sem upp hefur sterkan andans óð
og öruggur ljómar nýr og fagur.
Í innstu leynum við eigum sjóð,
sem er eining og þjóðar hagur. 
Ísland skal vera íslenskt land
og Íslendinga, á komandi dögum.
Byggt upp af ljóðum, list og sögum,
með litla báta við fjöru-sand.
Siglandi skip, um sjávar band,
sækjandi fisk og að landi streyma,
og loftið kljúfa við ljóssins brand.
léttfleygar þotur, víða um geima.
Við sjáum að engu má sigla í strand,
en sigrum og eigum hér heima. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband