Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
22.8.2007 | 20:32
31. Ljóð Kossinn
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
KOSSINN
Þú komst til mín í kveld,
þinn koss var nýr og hlýr,
og vakti upp þann eld
sem inni fyrir býr.
Á vorin grundin grær
og grænkar beitilyng,
og lengi gleymist glóð,
í gömlum ösku bing.
Þú varst svo mild og mjúk,
hið mikla ævintýr.
Þú kenndir mér í kvöld,
að koss er alltaf nýr.
Þú gafst mér dáinn draum,
ég draumalandið fann.
Þann draum ég aleinn á,
ég elska og tigna hann.
Þinn koss var eitt og allt,
ást og fögur list,
því gat ég fleygur - frjáls
í fyrsta sinni kysst.
Þú kvaddir mig í kvöld,
þinn koss var nýr og hlýr,
þó gat hann verið gjöf
og gamalt ævintýr.
22.8.2007 | 20:27
Stjörnuskoðun
Stjörnuskoðun með hjálp Google | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2007 | 20:09
Vestfjarðahringurinn
Fórum á fimmtudag fyrir viku frá Akureyri og var ætlunin að tjalda í Bjarkalundi. Við fórum sem leið lá til Borðeyrar og þaðan yfir Laxárdal (kemur á óvart hvað margir dalir heita það) til Búðardals.
Frá Búðardal var ákveðið að fara um Fellsströnd, gríðarlega fallegt þar víða til dæmis þar sem minningarkross er um Auði Djúphugðu frá Hvammi.
Á þessum hring er líka hið fræga Staðarfell þar sem fram fer starf SÁÁ sem mikið er lofað.
Þessi hringur var afdrifaríkur fyrir okkur því við fengum stein inn í felguna sem stöðvaðist á bremsuklossa og skóf felguna nánast í sundur eins og spýtu í rennibekk.
Felgan var ónýt og við fórum til baka til Búðardals og tjölduðum þar, því Toni reddaði nýrri felgu og Erna kom svo með hana á föstudagsmorgni.
Þegar búið var að gera við var vagninn tekin samann og ákveðið að halda til Patreksfjarðar, á þeirri leið er gríðarleg fegurð víða og gaman að fara þetta nema vegurinn er alveg skelfilegur á löngum köflum, svo slæmur að nútíminn kallaði þetta ekki veg heldur slóða sem væri í lagi að fara á þrjátíu og átta tommum en ekki á fólksbíl með sautján tommu hálf dekkum.
Undir kvöld komum við samt til Patró og tjölduðum þar. Á laugardegi var meiningin að fara yfir á Látrabjarg en því var ekki við komið sökum þoku og láskíðuðu.
Frá Patró var farið til Tálknafjarðar og þaðan yfir til Bíldudals, frá Bíldudal til Dynjanda og Hrafnseyri. Fossinn er gríðarlega glæsilegur eins og Stína myndi orða það og á Hrafnseyri fannst mér merkilegast með minnisvarðan, stóran stein sem sóttur var í fjallið fyrir ofan bæinn og settur upp 1911 að mig minnir, en það sem er merkilegt við þennan stein er að hann er einhver tonn á þyngd.
Við héldum áfram til Ísafjarðar á um tuttugu kílómetrum á klukkustund því vegurinn er alveg skelfilegur frá Bíldudal og landleiðina til Flateyrar. Á Ísafirði vorum við sunnudag og mánudag í alveg ágætu veðri.
Á þriðjudag var haldið af stað til Hólmavíkur þar sem meiningin var að tjalda en eftir langa keyrslu á slæmum vegum var ekki nema 8 gráður á Hólmavík um miðjan daginn svo afráðið var að fara aftur yfir Laxárdalsheiðina og niður á Stykkishólm.
Rétt áður en við komum til Stykkishólms eyðilagðist dekkið sem var á felgunni nýju eða sama dekkið og var á gömlu felgunni (þegar hún eyðilagðist). Aftur varð að skipta um dekk og á Stykkishólmi fengum við notað dekk sem leit út sem nýtt.
Við vorum tvær nætur þarna en ákveðið að fara niður á Skaga áður enn allt yrði fullt vegna danskra daga.
Á Skaganum vorum við svo frá fimmtudegi til sunnudags þegar við keyrðum Gumma og Stínu út á völl, en þau flugu til Köben klukkan fjögur og Gummi varð að mæta í vinnu í Malmö á mánudagsmorgun.
Eftir að vera búinn að keyra þau á völlinn fóru við til baka á Skagan með viðkomu i Hafnafirði og frá Skaga fórum við undir fimm á sunnudag og vorum komin heim um níuleitið.
Alltaf gott að koma heim.
8.8.2007 | 23:35
30. Ljóð Kisa
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
KISA
Kisa mín er kát og sniðug
og kann að gera margt
hún er í sínum löppum liðug
og líka ansi smart.
Einn glaðan dag í góðu veðri
hún göngu túr sér fékk
í ullar kjól með úlfa leðri
á ermunum hvítan bekk.
Svartan nettan hatt hún hafði
í hælalöngum skóm
kápunni að sér vel hún vafði
sem var í rósar blóm.
Á götunni hitti hún gríðar sætan
gulbröndóttan kött,
virðulegan mjög og mætan
hún montin gekk og fött.
Hann bauð henni glaður góðan daginn
og glettinn spurði þá
ætlarðu vina beint í bæinn
hún bara svaraði mjá.
Væri ekki góða gaman að fá sér
göngu túr suður á Nes.
Hún sagði það liggur svo ljómandi á mér
og laglegur ert þú fress.
Þau leiddust saman í sælu draumi
og fóru suður á Nes
svo ljúg og glöð fjærri lífsins glaumi
læða og bröndóttur fress.
Um þeirra ferðalag eigin má frétta
og ekkert hvað gerðist þá
en vafalaust sýnir reynslan það rétta
þau riflegan ávöxt fá.
Kisa hún sagði mjá
það var kátt í lautunum þá.
eflaust gerðist þar ýmislegt
sem engin má vita né sjá.
8.8.2007 | 23:29
29. Ljóð JÚNÍDAGUR
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
JÚNÍDAGUR
Á himninum sést ekki svífa ský,
sólin er ljómandi og hrein,
það er eins og vakni upp veröld ný
um vormorgunn, ljúf og ein.
Jörðin eitt glampandi geisla bað,
með guðdómsins fegursta brag.
Víst má segja með sanni að
það er sautjándi júní í dag.
Því söðla ég enn minn sveitta hest
og sveifla mér glaður á bak.
Um sumarsins björtu sali berst
söngur og vængja blak.
Ég læt hann svífa um sólgyllta jörð
og sæki á vinar míns fund.
Stoppa hjá Eyri við Arnarfjörð
æ þar um langa stund.
Hann bíður mín þar við bæjardyr,
eins og bænda er jafnan títt,
að fornum hætti, í fréttum spyr
og frétta vill eitthvað nýtt.
Því öll hans hugsun og öll hans gerð,
var átak við storm og hjarn,
hann var skjöldur Íslands, svipa og sverð,
sómi og óska barn.
Hans bláu augu eru björt og hrein
blikandi en nokkuð hörð,
hann hallar sér fram á sinn hesta stein
og horfir um Arnarfjörð,
þá kæru byggð sem hann metur mest,
þar mund hann nú dvelja um sinn,
svo tekur hann beislið og bindur minn hest
og býður mér síðan inn.
Baðstofan finnst mér björt og hlý
að búnaði og fornum sið.
Svo tökum við aftur upp talið á ný
og tölumst þá lengi við.
Ég segi honum fréttir, en fáar þó
um framvindu mála hér,
í sannleika sagt, er mér um og ó
og oft setur hroll að mér.
Ef sæi hann nú þessa syfjuðu hjörð,
þennan sífelda skolla leik.
Þessa strokumenn andans sem standa hér vörð,
stiklandi í þoku og reyk.
Þetta siðferðis brenglaða súrdoða lið,
er situr og hefur hér völd,
þá mundi hann skelfast það menningar snið
sem mótast á þessari öld.
Mér finnst allt vera á ringulreið
rambandi heljar slóð,
af græðgi menn hlaupa gönuskeið
eins og grenjandi úlfa stóð.
Missum við nú okkar menningu enn,
er mátturinn þræla blóð?
Skilur þú Jón þessa skammsýnu menn,
þessa skjálfandi flökku - þjóð.
Ég skil þetta vinur, ég séð hef það svart
á seinni tímum og fyrr,
á Íslandi skeður svo misjafnt og margt
og maður er hugsansi og spyr:
Hve lengi mun þrælslundin þjaka menn
og þrífast á landi hér?
Að hundseðlið skuli haldast við enn,
hreinlega blöskrar mér.
Hvað heldur þú maður, þeir hugsa í dag,
Hilmar og Fjölnis menn,
ef þjóðin mun syngja hið síðasta lag,
með sáttmálann gamla enn.
Afsalar réttinn á íslenskri grund
til atvinnurekstrar - halds,
og kemur svo aftur á Kópavogs fund
í krafti hins erlenda valds.
Ég hét því ungur að efla mitt land
og auðga þess styrk og mátt,
hnýta varanlegt bræðra band
og berjast í rétta átt.
Vinna okkar frelsi á fastan grunn,
ég fann að mig skorti ekki þrótt,
og mynda allsherjar mennta brunn
svo menningin dafnaði fljótt.
Í fyrstunni var þetta bölvað baks,
ég barðist og dugði vel,
en þeir vildu reyna að þreyta mig strax
og þegja mig alveg í hel.
Ég vann samt og tendraði vonar glóð
og veit að hún lifir og skín,
þú skilur það sonur, að þessi þjóð, -
þið - eruð börnin mín.
Þjóðerni okkar varð þrætumál
og þroskandi tíma skil,
Ég vakti upp þjakaða þjóðar sál
sem var þrotin af birtu og il.
Íslenska tungan var okkar sverð
og álaga hamin skar,
hver minnsta hreyfing var mikilsverð,
sem að markinu okkur bar.
Hin forna menning lagði mér lið
og ljós, móti danskri slekt,
hinn liðni tími, hans sögusvið,
því sögueyjan var þekkt,
bakgrunnur hennar, bergmáls hljóð
og bókmennta listaverk.
Taflstaða mín var traust og góð
og trúin á frelsið sterk.
Eigi víkja, - það var mitt orð
og verður minn bautasteinn.
En þrællinn sem fremur þjóðar morð
mun þrauka í böndum einn.
Hans stuðlaberg verður storknað blóð
strönd hans visnuð og auð,
tign hans og veldi, tára flóð,
trú hans og viska, - dauð.
Íslendingar, - þið eruð þjóð
og eigið að skilja ykkar lund,
þið hafið afl og innri glóð
sem aðeins blundar um stund.
Vaknið þið börn til vonar dags
sem mun vaxandi fagur og hreinn,
ef sitjið þið hljóð til sólarlags
verður sigurinn aldrei neinn.
8.8.2007 | 23:24
28. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
Í ÞANN TÍÐ
Um vorloftið tónarnir titra
og túlka mín fegurstu ljóð,
um allt sem ég elska og þrái
um ungmey sem var mér svo góð.
þeir líða svo léttir og mjúkir,
með ljósvakans hrynjandi brag,
og mynna mig ávallt á atvik
sem alls ekki skeði í dag.
Eitt sinn ég yngismey hitti
sem oft hafði hjarta mitt seitt.
Hún vafði mig ástríkum örmum
svo indælt og kyssti mig heitt,
draumanna dýrustu veigar
við drukkum á þessari stund.
Loftið var vorangan vafið
og vonin um endurfund.
8.8.2007 | 23:21
Ferðalag
Við förum á Vestfirðina á morgunn.
Ætlum að skoða þá svona einu sinni, engin veit hvort við förum þetta einhvertímann aftur.
Við ætlum að byrja á Barðaströndinni og fara vestur á Patró og þaðan á Ísafjörð.
Um miðja næstu viku verðum við svo í Reykjavík.
8.8.2007 | 23:16
Endeavour
Var að horfa á Sky þegar henni var skotið á loft.
Tignalegt.
Endeavour af stað út í geim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2007 | 23:48
Ísland leiðir kynbótasýningar
Ég var mjög glaður þegar ég sá þessa fyrirsögn.
En gleðin rann fljótt af mér þegar ég fór að lesa fréttina.
Hestar hvað?
Ísland leiðir kynbótasýningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2007 | 17:25
Segið mér
hvernig má það vera að rafmagn fari að svona stórum hluta landsins í einu?
Þarf ekki að endurskoða öryggið eitthvað svo þetta endur taki sig ekki?
Slökknaði á umferðarljósum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar