Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
7.8.2007 | 17:20
Alonso
Það væri nú gott að losna við hann.
Það eru margir sem gætu gert góða hluti hjá McLaren.
McLaren við Alonso: Þú mátt fara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2007 | 17:16
Lindsay Lohan komin í meðferð í Utah
Hvernig væri að bjóða henni að koma á Vog?
Þórarinn gæti örugglega gert eitthvað vitrænt fyrir hana.
Lindsay Lohan komin í meðferð í Utah | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2007 | 17:03
27. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
HVERT STRANDHÖGG
Hvert strandhögg sálar á storð og í reit
er stundum sókn, stundum eftirleit
lífs sem að löngu er glatað.
Lífið eitt er sem nakin nótt,
núdagsins starf oft hverfult og hljótt,
reimt þeim sem fær ekki ratað.
En ég er dagsins stjarna þótt döpur sé,
en demónar bíða við sérhvert tré
með stormaglott og staf í armi.
Þeir vita sem er ef hið breiða bak
beygir sig loksins eitt andartak
er guðinn orðinn að garmi.
7.8.2007 | 17:00
26. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
HÚN - ÞÚ
Hún líður áfram lítil og mjúk
eins og lágsigld snekkja um hafið djúpa,
hrynjandi lokkarnir höfðið hjúpa
sem hásigla snekkjunnar vafin dúk.
Klæðin, þau liðast og blakta um búk
líkt og bogaljós himinsins dansinn þreyta,
frá ystu vötnum að efsta hnjúk,
umvefja sviðið og litbrigðum skreyta.
Líf hennar allt er sem lognstigið fjúk,
löngun að þiggja og veita.
Víst er hún ung og í vöngum rjóð
sem vel þroskað epli frá sólvangsins beði,
stefnulaus, reikul og gljúp í geði,
þó gengur hún veginn stillt og hljóð.
Hlekkjuð af vana en gjafmild og góð,
gullin sín bindur í fyrsta leikinn,
örlætið breytist sem fjara og flóð
hún fylgir því eftir glöð og hreykin.
Undir niðri er alltaf glóð
sem á endanum brennir kveikinn.
En gatan er stundum grýtt og hál
og geislarnir fáir um ævina langa.
Þó reynum við alltaf að gleyma og ganga
götuna áfram af lífi og sál.
Þó aldrei við skiljum það innsta mál
sem allt hefur skapað þroskað og vakið.
Æskan, hún hverfur sem útkulnað bál
og eitt stendur skilnings tréð hnípið og nakið.
En margir sig reisa úr örlaga ál
sem oft hafa dottið á bakið.
Hinar gullroðnu skálar hið glitrandi vín
er gjöfin sem maðurinn veitir sér sjálfur
hans fyrts nesti um eyjar og álfur.
Einingin vex þegar sálin skín
þá græða allir fyrst sárin sín
sumarsins rásir þá fegursta anga.
En mærin sem áður var ung og fín
orðin er mögur og föl á vanga
það detta fleiri en drykkju svín
í drulluna niður á tanga.
7.8.2007 | 10:43
Hvar
Fjórir látnir í flóðum í Búlgaríu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2007 | 18:02
Komin heim
Skrapp suður á fimmtudag til þess að sækja SVÍANNA en þau komu með flugi á laugardags morgunn kl: 9.
Frá flugvellinum var farið í Hafnafjörð og sótt dótið sem við áttum þar og Önnu Siggu.
Þaðan var farið upp á Skaga í Kaffi hjá Lindu og stoppað í eina tvo tíma, þá var haldið heim svo að Svíarnir gætu mætt á verslunarmannahelgarfyllerí og vorum við komin norður um kl: 19.
5.8.2007 | 17:57
Sólin
Sólin skín á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2007 | 17:54
25. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
HULD
Hún kom hér eitt kvöld um daginn,
og kallaði til mín inn,
hvað ertu að gera góði?
Gáðu að þér ljúfurinn.
Í myrkrinu dísir dansa,
deyfa og seiða menn.
Látra fjötrana falla,
ég finn að þær koma enn.
Loftið er lævi blandið,
það liggur í húminu hér.
Þessar verur sem vaða,
villtar í stórum her.
Sveima hjá húsinu í hrönnum
og henda sér margar inn.
Gleypa andann frá öllum
og ef til vill éta þinn.
Að éta sinn eignin anda,
er andstyggilegra þó,
þá sjálfsagt fær sérhver maður
af siðfræði kenndum, nóg.
Fær gleymt því, sem áður hann unni,
og ungur í vöggugjöf hlaut.
Horfir á hamranna hrynja,
með höfðið beygt niður í laut.
Þó dreymir mann alltaf og dreymnir,
og daglega bindur sinn þveng.
Villist um veraldar hauginn
en varlega slær á sinn streng.
Mann dreymir um dáðir nýjar,
dreymir um ákveðin spor,
þó verða fáir sem finna,
fram undan eintómt vor.
5.8.2007 | 17:50
24. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
HORFINN - TÍMI
Bernskunnar draumur skaust á bak við skuggann,
þó skynjaði hann vorið eilífðin og daginn.
Stundum á kvöldin guðar hann enn áa gluggann,
með grátþrungnum stunum kveður sama braginn.
Hann kveður dýrt um dáð og nýja vegi,
með drengskap og snilli, sem þó rata megi.
En þó hann kveði kvæði enginn heyrir.
Kafsigldur nökkvi skríður lágt með botni,
hann nötrandi, stjórnlaust áfram kuldinn keyrir
uns klofinn af skerjum hann mætir fyrir drottni.
Krjúpandi í bæn hann biður rómi snjöllum,
biður fyrir sér - og kannski öllum.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar