Færsluflokkur: Bloggar
4.9.2007 | 10:25
Hiti
Það var nú eftir öðru, hiti 22 gráður klukkan 2 í nótt þegar flestir eru sofandi.
Nú er hitinn ekki nema 11 gráður og verður sjálfsagt komin neðar þegar líður á daginn.
Hitinn í 22 gráður á Norðausturlandi í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2007 | 10:20
Svona lagað
er náttúrlega til skammar, mér er alveg sama þótt þetta séu einhverjir styrktaraðilar eða ríkisbubbar.
Fólk sem alltaf mætir á síðustu mínútunni eða síðar, er alveg óþolandi t.d. í bíó eða leikhúsi jafnt sem tónleikum.
Þegar tónleikar (bíó, leikrit eða önnur skemmtun sem er tímasett) byrjar á bara að loka, þeir sem ekki eru komnir inn verða bara að sætta sig við það að mæta ekki tímalega.
Óstundvísir Íslendingar spilltu tónleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2007 | 17:54
41. Ljóð Myndin
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
MYNDIN
Hún stóð upp við tré með brostin börk,
brá hárin svört og dýpt í augum.
Engil hrein sem ilmandi björk,
armböndum skreitt og dýrum baugum.
Glóbjart hárið sem geisla flóð
í gull bylgjum vafðist um ljósar herðar,
sem morgun stjörnunnar sterka glóð
straumbliki slær til eilífðar ferðar.
Hver andlits dráttur sem lifandi list
lífsins fegursta handbragði dreginn.
Hver hreyfing, helgidóms rúnum rist
og reyrstafsins mýkt, með töfrum sleginn.
Varirnar rauðar sem rósar blóm,
og ramminn dreginn í fallegum boga.
Röddin, með mjúkum hlýjum hljóm,
hláturinn endurskin kvöldroðans loga.
Tennurnar hvítar sem mjúkfallin mjöll,
mótaðar stílhreinum jöfnum línum.
Brjóstin sem iðandi flúðu fjöll,
með fögur skrautblóm á toppi sínum,
mittið grannt eins og mildur sónn,
þó magnþrunginn heillandi rökkursins kliður,
og mjaðmirnar fagrar sem fallandi tónn.
Ég fékk ekki að sjá hana lengra niður.
3.9.2007 | 17:50
40. Ljóð Myndast ný stétt?
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
MYNDAST NÝ STÉTT - ?
Áður en stríði var startað hér
og streymdi til landsins breskur her,
og allt reyndist beiskju blandið.
Var sólskin í starfi hvers sveitamanns,
því sveita æskan var styrkur hans,
börnin sem byggðu upp landið.
Þá var starfað með sterkri hönd,
stækkuð túnin og akurlönd,
byggingar byggðar úr steini.
Um helgar menn stunduðu leik og list
og lagleg stúlka föðmuð og kysst,
um lánættið oft í leyni.
Æskan var fersk og yndisleg
og allt hennar starf á betri veg,
vaxandi vor og gleði.
Menningin óx eins og meiður frá láð,
meira og heitar var frelsið þráð
Íslands, - sem aldrei skeði.
Því hernámið yfirtók okkar land
og ýmsu góðu var siglt í strand,
margur í fjöldanum fellur.
Þá settust að völdum miklir menn
og mótaðist stétt sem lifir enn,
sunnlenskar - setuliðs mellur.
Enn dregur bliku yfir okkar land,
ótal bændur komnir í strand,
þó sé ekki sopið kálið.
Þeir ganga frá jörðum í stórum stíl,
það stoðar ei lengur neitt hugarvíl,
og arka beint suður í álið.
Þó eru margir eftir enn
úthaldsgóðir og traustir menn,
sem magnast er mest á reynir.
börnin, sem vilja verða rík
venda í Straums eða Reykjavík,
en þeir, - berjast í bökkum einir.
Það var eðli hvers Íslendings
að eiga sitt frelsi og mæta til þings,
með eldmóði innri glóðar.
Bóndinn sem enn þá býr í sveit
og breytir landinu í gróðurreit,
er máttarstoð menningarþjóðar.
Hann elskar sitt land og ættarjörð,
ilminn í lofti og gróinn svörð,
birkið og blómin smáu.
Lyngið sem skreytir laut og ból,
ljómann sem skín af morgunsól,
frelsið og fjöllin háu.
Þó er ekki nóg að foldin sé fríð,
fuglarnir kátir og tíðin blíð,
náttúran ljómandi og litrík.
Ef litla dúfan, hún dóttir hans
hins dugmikla prúða bóndamanns,
er álmella, stödd suður í Straumsvík.
3.9.2007 | 17:43
Skaðleg
Trúarbrögðin sjálf eru kannski ekki skaðleg, en þeir sem trúa eru það oftar en ekki.
Nóg er að skoða sögu Evrópu gegnum aldirnar og átök vesturlanda og múslima í seinni tíð.
Annar hver Breti telur trúarbrögð skaðleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2007 | 17:35
Bústaður
Rússar ætla að senda menn til tunglsins og reisa þar bústað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2007 | 17:32
39. Ljóð Morgunbæn
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
(var flutt við útför hans)
MORGUNBÆN
Syngdu mér sumaróðinn
syngdu mér fegurstu ljóðin
svo harpa mín hafi þinn hljóm.
Gefðu mér gullskýja böndin
gefðu mér sýn yfir löndin
þinn hug og þinn helgidóm.
Gefðu mér styrk til að standa
af mér storma, sem öllu granda
og kraft til að vinna vel.
Von til að vaka og biðja
vald til að reisa og styðja
og dug móti drottningu hel.
Gefðu mér vald til að vekja
von um það góða, en hrekja
það vonda og víkja á hlið.
Gefðu mér afl til að yrkja
óð sem mun glæða og styrkja
einlægni, ást og frið.
1.9.2007 | 17:27
38. Ljóð Morgun stjarna
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
MORGUN STJARNA
Þú ert sem morgunstjarna í miðju ríki dagsins,
mildari en nóttin, þó hún sé ljúf og góð.
Engill minna drauma innst til sólarlagsins,
ástargyðja fagra, sem tendrar nýja glóð.
Í þínum örmum vildi ég vaka bæði og sofa,
vitja þeirrar sælu, er lífið gefur best.
Ekki neinu gleyma og engu heldur lofa
og ekkert heldur gera sem þér mun koma verst.
Það er alltaf gaman að eiga endurfundi
og ilminn sæta teygja af nýrri ástar glóð,
baða sig í hamingju, liggja frjáls í lundi
við ljúfa blóma angan og sólar geisla flóð.
Af tilviljun um skóginn forðum þér ég fylgdi,
er fölnaður var dagur, en himinn hreinn og blár,
það var líka tilviljun sem okkur sundur skildi
á sólarströndum lífsins með djúp og opin sár.
Ef við hefðum verið þá, nokkuð eldri að árum
og áfram saman haldið um lífsins dulda meið,
þá er ekki víst að við sætum nú í sárum
og sæjum aðeins rústir af gengir ævi leið.
Víst til eru þau sár, sem aldrei gróið geta
þó gömul séu nokkuð, þau opin standa samt,
það er líka vandi að vega þau og meta,
vita um rétta smyrslið og hæfilegan skammt.
En minninguna um okkur mun ég alltaf geyma
og myndina af þér sem varstu fersk sem rósar blóm.
Ef ég til þín hugsa um æðar mínar streyma
undalegar kenndir með þýðum vorsins hljóm.
Einhvern tíma seinna við leiðumst inn í lundinn
og lítum aftur blómið sem fáir hafa séð,
það verður okkar eilífð eins og fyrsta stundin
í Eden - garði forðum á bak við skilnings tréð.
27.8.2007 | 23:53
37. Ljóð Minning
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
MINNING
Um vorloftið tónarnir titra
og túlka mín fegurstu ljóð,
um allt sem ég elska og þrái,
um ungmey sem var mér svo góð.
Þeir líða svo léttir og mjúkir
með ljósvakans hrynjandi brag,
og minna mig ávallt á atvik,
sem alls ekki skeði í dag.
Eitt sinn ég yndismey hitti,
sem oft hafði hjarta mitt seitt.
Hún vafði mig ástríkum örmum
svo indælt og kyssti mig heitt.
Draumanna dýrustu veigar
við drukkum á þessari stund,
loftið var vorangan vafið
og vonin um endurfund.
27.8.2007 | 23:51
36, Ljóð Lóu Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
LÓU LJÓÐ
Við kveðum um lóunnar ljóðin
en látum þær syngja óðinn
þó mishátt sé gengið og gróðinn
er gatan í sömu átt.
Kvöldhúmið stígur hljóðan dans
hörpuna blærinn slær
þær ferðast í líki freistarans
þó feti nær vaknar þú litli lóuþræll
og leitar í hverjum mó
en tilvera þín er tjörn í lágum skó
þær gefa þér allt sem þær eiga
oftast nær fleira en þær mega.
Já lóan er fim þessi fleyga
þó flugið sé stundum lágt.
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar