6.4.2011 | 22:09
Jæja
Er það þess vegna sem liggur svo á að samþykkja Icesave?
Eins og mann grunaði þá lá þetta alltaf á bakvið.
Hvenær ætlar ríkistjórnin (með allt upp á borðinu) að tilkinna þjóð sinni hvað er í gangi?
Verður það þegar ekki verður aftur snúið og við kominn inn í Evrópusambandið?
Eða verður það kannski ekki einu sinni þá?
Eigum við sem þjóð einhvern rétt á að vita hvað hæstvirt ríkistjórn er að gera?
Á laugardag á að kjósa um Iceasave og í gær fékk ég bækling sem fræddi mig ( um allt sem ég vildi vita) um ekki neitt því það var ekkert að gagni þar. Nú fer að styttast í Evrópusambandið og þá fæ ég trúlega póstkort með upplýsingum sem eiga að uppfræða mig um það sem þar fer fram.
Ég held að maður verði að leita annarra leiða til þess að komast að því um hvað er verið að semja þarna í ESB.
Formlegar viðræður hefjast í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll vertu, Vilhjálmur Egilsson sá um að ekki yrði sagt já við icesave ég spái 65%
nei, við höfum ekkert að gera í Evrópusambandið.
Í dag um kl 5. var þáttur í nokkrar mínútur á rás 2 um icesave þar töluðu menn um að gjaldeyrir yrði búinn 2012, erum við ekki að búa til gjaldeyrir á hverri klukkstund, þrjár stóryðjur, 300. þúsund tonn af bolfiski. ferðaiðnaður.
já sinnar tala um að allt sé að fara hér niður en s.l. tvö ár hefur verið gott að búa á klakanum.
Bernharð Hjaltalín, 6.4.2011 kl. 22:29
Við fáum ekkert að vita,Ráðherra ræfillinn Össur verður búinn að innlima okkur í ESB áður en við vitum af.Vilhjálmur Egilsson fær sjálfsagt vinnu út í Brussel.þetta eru Föðurlands svikarar.
Vilhjálmur Stefánsson, 6.4.2011 kl. 22:52
Sæll Hilmar.
Icesave og ESB eru tengd órjúfanlegum böndum. Þó þeir sem hæðst láta og vilja samþykkja icesave hafa haldið því fram að svo sé ekki, en allir þeir sem tjáð sig hafa af hálfu ESB segja þó að þessi tvö mál séu samtengd.
Þó vissulega sé ekki bein tenging þarna á milli er staðreyndin sú að öll 27 aðildarríki ESB verða að samþykkja hugsanlegan samning okkar við ESB og meðan icesave deilan er óleyst munu Bretar og Hollendingar ekki gera það.
Það er ekki bara icesave sam þarf að samþykkja til að hægt verði að halda áfram á þeirri leð til glötunnar sem Sf er að leiða okkur. Það þarf líka að breyta stjórnarskránni. Þess vegna er svo mikil áhersla lögð á það mál af hálfu Jóhönnu. Hún er ekkert að spá í auðlindir til þjóðarinnar, þó hún haldi því fram. Hún er eingöngu að spá í að stjórnarskránni verði breytt á þann hátt að stjórnvöld geti srifað undir samninginn áður en hann fer fyrir þing og þjóð.
Núverandi stjórnarskrá heimilar það ekki og stjórnarskrá ESB heimilar ekki að samningur fari frá þeim til umsagnar þings og þjóðar, fyrr en hann hefur verið undirritaður af stjórnvöldum. Þarna er vandamál í augum þeirra sem vilja gangast undir vald ESB sem þarf að leysa og það ætlar Jóhanna að láta sitt fólk innan stjórnlagaráðs að leysa!
Ef virkilega væri verið að spá í hvort við getum fengið einhverjar varanlegar undanþágur varðandi sjávarútveg og landbúnað, hefði að sjálf sögðu verið óskað eftir viðræðum um það efni sérstaklega og í framhaldi af því ákveðið hvort sótt yrði um aðild. Ef ESB getur ekki farið í slíkar viðræður segir það okkur bara eitt, það er ekki inn í myndinni neinar slíkar varanlegar undanþágur!
Að vísu þarf ekkert að velkjast í vafa um þetta efni, þetta kemur skýrt fram í Lissabonsáttmálanum og varla er von til þess að honum verði breytt fyrir okkur, það gekk nógu erfiðlega hjá ESB að fá hann samþykktan á sínum tíma!
Gunnar Heiðarsson, 7.4.2011 kl. 08:08