Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
29.5.2007 | 14:12
Bjartur dagur
Bjartur aog fallegur dagur er hér nú og ágætur hiti miða við það sem verið hefur.
Fórum í tvær fermingaveislur á sunnudag, glæsilegar ungar konur sem voru að fermast og fínar veislur þó ég sé ekki mikið fyrir þær, veislurnar sko.
Dagurinn í gær fór bara í droll og annað dýrmæt dundur. Valgeir fór á Reyðafjörð að vinna alla veganna í sumar, annað kemur svo í ljós.
Mæðgurnar í Hafnafirði fara út á morgun ein til Finnlands og tvær til Svíþjóðar.
Við hjónakornin erum bara komin í leti hér heima eftir að vera búinn að þrífa maí skítinn og annan ófögnuð.
Ekki meira að sinni.
28.5.2007 | 10:38
Sunnudagsrúnturinn
Umferðarslys við Þingvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2007 | 10:31
Lögregla skaut
Lögregla skaut á mótmælendur í Afganistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2007 | 10:29
Leggöng
Lögregla kom í veg fyrir að fíkniefnum yrði smyglað inn á Litla-Hraun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2007 | 10:26
Fjölmiðlafár
Wolfowitz sakar fjölmiðla um að hafa neytt sig til að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2007 | 14:53
Fermingar
Í dag förum við í tvær fermingaveislur báðar á sama tíma með fjörtíu kílómetrum á milli staða.
Ekki veit ég hvernig það verður framkvæmt eða hvað kostar inn. Það kostaði í um 5000 þúsund fyrir tveimur árum, þannig að með tilliti til verðþróunar, launaþróunar og verðbólgu hlýtur þetta að vera milli 7 og 8 þúsund í dag. En það kemur í ljós.
Nú eru liðnir tveir mánuðir reyklausir og allt í þessu fína, eins og ég hafi aldrei reykt fyrir utan þess að ég er frekar slæmur í hálsi, en það hlýtur að lagast.
Jæja ætli maður verði ekki að taka sig til fyrir þessar veislur.
20.5.2007 | 22:24
Besti dagurinn
Í dag 20 maí er veðrið hér á Akureyri með því besta sem það hefur orðið þennan mánuð eða upp undir 10 gráður. Framanaf var töluverður vindur en nú í kvöld er nánast orðið logn.
Á föstudaginn fór ég til Húsavíkur að erindast, þá var fremur kalt hér en lítill vindur en á Húsavík var bara drullu kalt og hvasst, þannig að maður var hálf skjálfandi (kannski ekki skrítið) úr kulda þegar maður skaust út úr bílnum og inn í hús.
Rólegt verður líklega út mánuðinn nema kannski við þurfum að renna suður 29 eða 30 það kemur í ljós á næstu dögum.
Reykingaleysið gengur vel er að verða komnir tveir mánuðir núna 23. maí. Engin löngun ekkert vesen.
En nóg að sinni.
15.5.2007 | 01:47
Bandaríkin
Kennarar settu skotárás á svið í skólaferðalagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2007 | 01:41
Vinstri grænir
Keflavíkurflugvöllur rafmagnslaus; rafmagn komið á byggðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2007 | 01:38
Ó
Skarst á höfði í göngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar