Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Bjartur dagur

Bjartur aog fallegur dagur er hér nú og ágætur hiti miða við það sem verið hefur.

Fórum í tvær fermingaveislur á sunnudag, glæsilegar ungar konur sem voru að fermast og fínar veislur þó ég sé ekki mikið fyrir þær, veislurnar sko.

Dagurinn í gær fór bara í droll og annað dýrmæt dundur.  Valgeir fór á Reyðafjörð að vinna alla veganna í sumar, annað kemur svo í ljós.

Mæðgurnar í Hafnafirði fara út á morgun ein til Finnlands og tvær til Svíþjóðar.

Við hjónakornin erum bara komin í leti hér heima eftir að vera búinn að þrífa maí skítinn og annan ófögnuð.

Ekki meira að sinni.


Sunnudagsrúnturinn

Það getur verið hættulegt að fara sunnudagsrúnt, allavegana ver vel vakandi.
mbl.is Umferðarslys við Þingvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggöng

Voru þau ekki hugsuð til einhvers annars en að nota til þess að smygla?  Mig minnir það hafi verið svo á mínum yngri árum.
mbl.is Lögregla kom í veg fyrir að fíkniefnum yrði smyglað inn á Litla-Hraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlafár

Ekki það að maðurinn hafi brotið af sér eða framkvæmt siðferðilega ranga hluti, nei allt fjölmiðlum að kenna.
mbl.is Wolfowitz sakar fjölmiðla um að hafa neytt sig til að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fermingar

Í dag förum við í tvær fermingaveislur báðar á sama tíma með fjörtíu kílómetrum á milli staða.

Ekki veit ég hvernig það verður framkvæmt eða hvað kostar inn.  Það kostaði í um 5000 þúsund fyrir tveimur árum, þannig að með tilliti til verðþróunar, launaþróunar og verðbólgu hlýtur þetta að vera milli 7 og 8 þúsund í dag.  En það kemur í ljós.

 Nú eru liðnir tveir mánuðir reyklausir og allt í þessu fína, eins og ég hafi aldrei reykt fyrir utan þess að ég er frekar slæmur í hálsi, en það hlýtur að lagast.

Jæja ætli maður verði ekki að taka sig til fyrir þessar veislur.


Besti dagurinn

Í dag 20 maí er veðrið hér á Akureyri með því besta sem það hefur orðið þennan mánuð eða upp undir 10 gráður.  Framanaf var töluverður vindur en nú í kvöld er nánast orðið logn.

Á föstudaginn fór ég til Húsavíkur að erindast, þá var fremur kalt hér en lítill vindur en á Húsavík var bara drullu kalt og hvasst, þannig að maður var hálf skjálfandi (kannski ekki skrítið) úr kulda þegar maður skaust út úr bílnum og inn í hús.

Rólegt verður líklega út mánuðinn nema kannski við þurfum að renna suður 29 eða 30 það kemur í ljós á næstu dögum.

Reykingaleysið gengur vel er að verða komnir tveir mánuðir núna 23. maí.  Engin löngun ekkert vesen.

En nóg að sinni.


Bandaríkin

Hvað geta þeir verið heimskir, ef ekki er verið að drepa í skólum þá er það bara sett á svið.Bandit
mbl.is Kennarar settu skotárás á svið í skólaferðalagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband