Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Fólk á aldrinum 18-23

Fólk sem á rauða bíla.

Fólk sem býr í húsum nr. 46.

Fólk sem notar skó númer 39.

Svona er hægt að takmarka aðgang að bænum.

Hálf svona öðruvísi.Police


mbl.is Aldurshópurinn 18-23 ára fær ekki aðgang á tjaldstæðum á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fellibylir

Mér er spurn?Halo

Hvernig töldu þeir fellibyli á nítjándu öld eða átjándu?Angry

Hvernig vita þeir að það er fjölgun frá þeim tíma?Woundering

Er ekki bara verið að kría út meiri peninga af ríkistjórnum og almenning?GetLost


mbl.is Fellibylir tíðari en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

21. Ljóð

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923 d: 17.04.1976 

EKKI  Í  TUNGLSLJÓSI

 

Máninn frá himni horfir stundum,

hingað á okkur jarðar börn,

fylgist með löngu frosnum stundum,

flóum, lækjum og mýrartjörn.

Sig glaðlega speglar í glærum ísum,

grettir sig framan í mela og börð,

og villtan dans stígur með vetrar dísum,

er vindarnir hvína og hríðin hörð.

 

Hann vill ekki sýna okkur samúð neina

eða samvinnu hafa á nokkurn hátt,

þó hann sé alltaf á rölti að reyna

að ramba þetta í sömu átt.

Þá felur hann sig bak við flóka á skýjum,

en forvitinn gægist þó af og til fram.

Hann veit að af myrkfælni flest við flýjum

og forðumst rökkursins sláandi hramm.

 

Hann heldur að skuggar að vofum verði

og vakni til lífsins ef nógu er dimmt,

þá klýfur hann loftið með sólbikarsins sverði,

sjáandi betur hvað af hafi skrimt.

En mannkindin lifir þó máninn sig feli

og mótar sitt starf, alveg jafnt fyrir því,

og norðurljós yfir norðurhveli,

náttdansinn stíga liðug og frí.


20. Ljóð

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923 d: 17.04.1976 

Á SJÚKRAHÚSI

 

Um Norðurland æðir nístings kaldi

sem næðir í gegnum merg og bein

en það er ekki á voru valdi

að vera með grát og harmakvein.

Því Drottinn gaf okkur daglegt brauð

duglítinn skrokk og hjörtu blauð.

 

Við sem allaf inni sitjum

innundir sæng í hlýjum rann.

Skemmtun við enga skárri vitum

en skíta í og baktala náungann

það er hin mesta dægradvöl

og daglega ekki á betra völ.

 

Samt kætir oss jafnan kvennaliðið

með kímni brosum og þess konar

þó að þær aldrei upp í skríði

okkur til hafi blessaðar.

Þó finnum við varmann vefja oss

og vonum að lendi alt í  + (kross) .

 


Þetta

trúar ofstæki er alveg ótrúlegt á 21 öldinni, sérstaklega í BNA.Devil
mbl.is Reyndi að særa illa anda út úr barnabarni sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska

þeim bara góðs gengis.

Alltaf gaman þegar íslendingar taka þátt í hinum ýmsu íþróttum.LoL


mbl.is Landslið Íslands í fallhlífarstökki keppir á heimsbikarmóti í Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorg

Þetta er bara sorg og ekkert um það að segja meir.

Aðstandendur eiga alla mína samúð.


mbl.is Árásarmaðurinn svipti sig lífi; fannst látinn á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi dagur

Þessi dagur fór eitthvað illa af stað.

Banaslys á mótorhjóli, morð í Reykjavík.

Maður verður eitthvað svo tómur undir svona fréttum og sú hugsum læðist að manni að sá sem var drepin hefði hugsanleg getað verið hver sem er.

Maður veit ekki hvort þetta var ákveðin maður sem var myrtur eða hvort  þetta (saklaus) vegfarandi, ekki það að ég sé að segja að sá látni hafi ekki verið saklaus.

En ef maður hugsar út í það að þessir menn séu kannski að skjóta bara á einhver til að drepa, bara vegna þess að þá langaði til að drepa einhvern, það hefur gerst áður og á eftir að gerast aftur, Því miður.

En svona er mannskepnan.

Bara grimmt villidýr.


19. Ljóð

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923 d: 17.04.1976 

EITT HUNDRAÐ ÞÚSUND OG EITTHVAÐ

 

Eitt hundrað þúsund og eitthvað,

er þú kominn í bæinn.

Til þess að láta þér leiðast,

líða inn í tómið og daginn.

 

Tínast í fjöldans flaumi,

falla í skuggans veldi.

Lifa sem nafnlaust númer,

nakinn að ævi kveldi.

 

Er kannski best að blunda,

og berast í öldurótið.

Vera steinn meðal steina,

steyptur í sama mótið.

 

Þó mun að enduðum öldum,

um útbrunnar tímans nætur,

útburðar vælið óma

sem einmanna bugast lætur.


18. Ljóð

 Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923 d: 17.04.1976

BAKKASEL

 

Hér áður var bóndi í Bakkaseli

og búið víðar á norðurhveli,

alstaðar held ég þar sem þeli

þraukaði og af sér kuldann stóð.

En nú er það komið allt í eyði,

enda langt milli bæja á heiði

og því ekki lengur gerður greiði

gestum sem halda þessa slóð.

 

Margur gesturinn kom að Kotum,

kominn alveg að niður lotum,

kjarkurinn líka þá að þrotum

og þrautagangan á endum stóð.

En þegar blessuð bæjar þilin

birtust í gegnum hríðar skilin

og klakaður maður komst í ilin,

kviknaði aftur lífsins glóð.

 

En þó hafa margir orðið úti

og endað sitt líf í kvöl og súti,

sem lögðu af stað með lögg í kúti

léttir í spori snemma dags.

Í slóðir er líka fljótt að fenna

og fæstir mega að sköpum renna,

þó upp komi stundum einhver glenna

er oftast styttra til sólaslags.

 

Oft mátti Bakkasels bóndinn fara

og brjótast áfram í hríðar skara,

orkuna og kjarkinn ekki spara

ef úti varð maður á heiðum þar.

stundum fann hann þá grafna í gaddinn

og glytti þá aðeins rétt á Haddinn,

sem karlmennið heim á öxlum bar.

 

Nú þarf ekki bóndinn í bakkaseli

að brjótast áfram á næturþeli,

því norður á þessu nakta hveli

er nástrandar hljóð sem eyrum sker.

Þar flugvélar stundum farist hafa,

frostið og hríðin lífið grafa,

því nú sést þar enginn seggur kafa

með særða og þreytta á baki sér.

 

Leiðangrar oft er lengi að búa

til leitar, og stundum þeir aftur snúa,

því ófærðin skrokk og andann þrúga

áfram að brjótast við storm og él.

Þeir hefðu eflaust færri farist,

ef fengist maður sem gæti barist,

hríðum og stormum vaskur varist

og vildi flytja í Bakkasel.

 

Vel mættu þeir sem við völdin lafa

villu ráfandi snjóinn kafa,

þá mundu þeir kannski meiri hafa

mannlegan skilning á öllu hér.

bakkasel þarf að byggja að nýju

og búa þar mönnum skjól og hlýju,

þegar frá kuldans kólgu gígju

klakaða tóna að eyrum ber.

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband