Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

46. Ljóð Salí - Buna

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976

SALÍ- BUNA

 

Sig myrkrið hjúpar yfir bæ og ból

og bærist hvergi tré í dagsins hlíðum,

hin mörgu börn sem lífið áður ól

eru í leit að vini kátu, blíðum.

 

Þau læðast hægt og líta allt um kring

og lífsins gleði skín úr þeirra augum,

með efa blandinn óróleika sting

í veruleika, en ekki draumnum góða.

 

Elska og fá, þau ætla sér í kvöld,

eins og stundum var í fornum sögum,

þegar nóttin væra hefur völd

er vonin meiri en á björtum dögum.

 

En hvap um það, víst kemur engum við

þó kærleikans blómin vaxi á slíkum stundum,

því mjög er talið gott að gömlum sið

að gráir melar skrýðist fögrum lundum.

 

Sumir vilja prýða alla og alt

og öðrum hnýta sveig úr fögrum blómum,

þeir fá verkið borgað þúsundfalt

með þrætum, rógi, svindli og hleypidómum.

 

Það sem höndin græðir ein og ein

aðrir reyna strax að fótum troða,

sem meta lægra grund en gráan sein

og gróðrar eyju minna en sker og boða.

 

Ef þau finna valda vininn sinn,

varir þöglar tala hjartans máli,

blítt og mjúkt svo hallast kinn að kinn,

kossinn fyrsti gerir neista að báli.

 

Þau ganga létt um lítinn birki skó

og laugast hljóð í skuggans dýpstu stundum,

og hafa víst af ást og öðru nóg

sem öllum kemur best á slíkum stundum.

 

Í litlu rjóðri stillt er stíginn dans

og stundin líður fljótt við ástar kliðinn.

Skipið siglir beint til Bjarmalands

á Blíðheims mið, í ljúfan nætur friðinn.

 


Tveir lítrar

var það allur afraksturinn eða var hann búinn að koma öðru í  lóg?W00t
mbl.is Bruggari handtekinn á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

45. Ljóð Plágan

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976 

PLÁGAN

 

Margt er það sem manninn kvelur

og mannslíkaminn í sér felur,

þar leynist meinsemd ein og ein.

Höfuðþyngsli blöðrubólga

bakverkur og maga ólga.

 

Sjúkdómarnir verka víða,

við þá erfitt mjög að stríða,

og léttvæg talin læknis ráð.

Enda nokkuð oft það skeður,

að einhver saddur heiminn kveður

og nafnið hans í skruddu skráð.

 

Krabbamein í maga og lungum

á mönnum sumum frekar ungum,

er býsna algengt orðið nú.

Sagt of mikið sumir éti

af seiddu brauði og hangi keti,

í maga stafi af meinsemd sú.

 

Víða er lungna krabbi á kreiki

og komi helst í þá sem reyki

sígarettur, sagt er mér.

En lækna eru að grúska og greina,

grafast fyrir mein og reyna

að sigra þennan sýkla her.

 

Já margt er erfitt manna bölið,

þó menn fái ekki sterka ölið,

sem brauði mundi breyta í stein.

Þó er eitt samt öllu verra,

sem angra marga landsins herra,

andleg kýli og krabbamein.

 

Þessi pest er plágan versta,

pest sem hefur smitað flesta,

en lítið frá í göngum greint.

Hún virðist aukast ár frá ári,

og ekkert lát á þessu fári,

ólæknandi - - alveg hreint.

 

Þetta er orðin þjóðar plága,

þjakar bæði háa og lága,

sig ekki margur út úr sker.

Það snemma berst í barnsins huga

og breiðist út ef nokkur smuga

opin finnst og ávöxt ber.

 

Enda er flest hér orðið rotið,

og allt það góða niður brotið,

því haturs blómið heljar, grær.

Með ánægju hiklaust aðra hendi

af sér margur kappinn brenndi,

ef næsti maður missti tvær.

 

Kristnir menn í kristnu landi,

komnir eru fast að strandi,

því brostinn virðist báturinn.

Á erlend skurðgoð ýmsir trúa,

öflugt flestu góðu snúa,

og geysilegir elta gullkálfinn.

 

Hér áður fyrr var alinn kálfur,

oftast étinn meir en hálfur,

ef glötuð vera gægðist inn.

Nú hefur dregið skugga á skýin

menn skála glatt og dans er stíginn,

gráðugt kringum gullkálfinn.

 


44.Ljóð Ort á Holtavörðuheiðinni

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976

ORT - Á

HOLTAVÖRÐUHEIÐI

 

Fram undan Fornihvammur

fallegur sýnist mér,

lyftist í hyllingum heimsins,

hlæjandi móti þér.

Stúlkurnar brosandi blikka,

með brjóstin svo lokkansi heit.

Bjóða okkur svimandi sælu,

við sundin í Eden reit.

 

 

 

Enginn veit hvað gerist,

þegar kemur kvöld,

kvikur loginn seiðir

hjartans þrá.

En reynslan hefur sannað

mönnum öld af öld,

að eitthvað hefur

komið fyrir þá.

Og það sem hefur gerst,

er að gerast enn,

götuna við lengjum

allir fram.

En listin er að

búa til betri menn,

brunum við nú heim

í Fornahvamm.


Ökuferð

NinjaÓtrúlegt hvað margir eru að keyra en hafa ekki réttindi til þess.

Og ofan á það eru sumir líka undir áhrifum áfengis eða vímuefna.Wizard

Spurning hvort fólk sem er tekið án ökuleyfis eigi ekki að setja beint í steininn, t.d. gæsluvarðhald í viku eða eitthvað, því ekki dugir að taka af þeim skírteinið eða sekta um tugi eða hundruð þúsund því það stoppa þetta fólk ekki.Police


mbl.is Réttindalausir ökumenn í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smekklaus

Það er nú allt í lagi að hafa smá húmor þó menn séu trúaðir.

Mér fannst þetta bara fyndið og ekkert athugavert við það að gera smá grín af trúnni.


mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æfa sig í óbyggðaakstri

Trúlega fara þeir um vestfirði.

Þeir þurfa ekki að fara út fyrir hið íslenska þjóðvegakerfi til að komast í ófærur.Police

Vestfjarðarhringurinn er fínn í þetta byrjar á bundnu slitlagi þaðan inn í gamla vegakerfið sem var hér um land allt fyrir 20-30 árum og þaðan inn í slóða sem menn færu ekki á hestvögnum annarstaðar, slóða svo sem Dynjandisheiði og fleiri heiðar auk þess langan kafla á Barðaströndinni.Sick


mbl.is Danskir hermenn æfa sig í óbyggðaakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

43. Ljóð Nótt

Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson

Auðbrekku

f: 11.11.1923  d: 17.04.1976 

NÓTT

 

Vaki ég einn um vetrar nótt,

vindurinn hvín við gluggann,

Í vöggunni blunda börnin rótt,

bátarnir hafa á djúpin sótt

og Skotta er flúin í skuggann.

 

Upp um hlíðar hjarnið kalt,

hylur gróður og mela.

Mörgum þykir á sjónum svalt,

sumir fiska og hirða allt,

en aðrir stundinni stela.

 

Brotnar á skerjum báran köld,

brotsjóir æða um höfin.

Togstreita er um tign og völd,

táknrænt mál fyrir þessa öld,

og gapandi bíður gröfin.

 

Víða er enn þá bröndum beitt

og byssu kúlurnar fljúga,

mörgum bæjum er alveg eitt,

ekki þann djöfulskap stöðvar neitt,

því lubbarnir áfram ljúga.

 

Merlar nú jörðu mánans glóð,

mönnunum vill hann lýsa.

Mörg er í húmi meyjan rjóð,

margur leggur fram gildan sjóð,

því folarnir úti frýsa.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hilmar Guðmundsson
Hilmar Guðmundsson
Málefni fatlaðra og aldraðra er mér ofarlega í huga.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband