Færsluflokkur: Bloggar
2.8.2007 | 00:26
Ung stúlka
Samkvæmt Vísi.is er þetta 17 ára stúlka sem var farþegi í bílnum og var í aftur sæti.
Alveg skelfilegt þegar svona slys verða á ungu fólki sem kemur jafnvel til með að þurfa að vera í hjólastól það sem það á eftir ó lifað.
Vonandi var þetta slys ekki svo alvarleg.
![]() |
Einn fluttur mikið slasaður á slysadeild eftir bílveltu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2007 | 00:17
23. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
HUGLEIÐING
Við litlir menn, sem eigum eina sál
og eigum hér að dvelja um stundar sakir,
við skiljum ekki andans æðsta mál
og ekki það sem fyrir honum vakir.
Að hverju við stefnum enginn okkar veit
og ekki heldur hvað mun okkar bíða.
Tilveran er sönn, en sundur leit,
við sjáum aðeins tímann framhjá líða.
Við finnum það vel að ferðin verður löng
og fákurinn bíður söðlaður við hliðið.
Hvort sem okkar leið er réttmæt eða röng,
við ríðum hiklaust fram á opið sviðið
og skynjum aðeins skapa fáksins tök,
skelfumst ekki þó hann stundum hnjóti,
jafnvel þó okkar innstu hjartans rök,
algjörlega snúi þvert á móti.
Hvert barn sem fæðist á sitt eigið sjálf,
eðlishneigð og djúpar innri kenndir.
Hvort skapgerð þess er heilsteypt eða hálf,
hiklaust það gengur eða seglum vendir.
Þá aldarandinn mótar fljótt þess mynd,
merkir þess fyrstu spor og hendur bindur,
það fær ekki að bergja lífs síns eðlis lind,
en lítur aðeins speglafletsins syndur.
Blekkingin er þess fyrsta fanga ráð,
þá fyrirmynd gefur löngum tíðarandinn,
það finnur strax það fær hjá öðrum náð,
ef falskur tónn er sleginn smeðju blandinn.
Því byrgir það inni oft sinn betri mann
og bregst þá trausti sinna eigin vona,
þykist ekki vilja þekkja hann,
þrammar áfram, hinir ganga svona.
Hver dæmir sinn eignin djarfa skapa fák,
er degi fer að halla að lífsins kveldi?
Hver mun tefla rétta tímans skák
og táknmálsins skilja dul í heimsins veldi?
Hver getur öðrum vísað veginn rétt,
vegið og metið kosti hans og galla?
Hvers braut svo hrein, svo bein, svo rennislétt
að blómstur lífs hans nái ekki að falla?
Við litlir menn, sem eigum eina sál
og eigrum stefnulaust um jarðar lendur.
Við eigum að skilja okkar innsta mál
og eftir því breyta, meðan lífið stendur,
láta engan ljúga á sannleikann,
né lauga hann upp úr myrkrar skuggum svörtum,
sigra eða brjóta okkar betri mann
né blinda það ljós sem skín í okkar hjörtum.
2.8.2007 | 00:11
22. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
HEIMÞRÁ
Ég svíf í anda sveitin mín
um svalar nætur heim til þín,
ég alltaf sama unað finn
við ástar hlýja barminn þinn´
Þú brostir ljúft á móti mér
og móður hjartað sló í þér,
mér gafstu allt sem áttir þú,
það yndi sem ég þrái nú.
Í skjóli við þín fögru fjöll
finn ég bernsku sporin öll,
og ljóð sem orti lækur þinn
líða í gegn um huga minn.
Við fugla kvak og fossins söng
í friði sat ég dægrin löng,
þeir sungu ljóðin lönd og sæ
um líf og gleði tún og bæ.
Þegar vor í veldis stól
sig vafði blítt um hlíð og ból,
þá brostu fögru blómin hrein
svo björt er sólin heitast skein,
og ilmur fínn um loftið leið
sem ljúfur steig frá þínum meið,
fyllti hjörtu allra il
sem alúð þráðu og fundu til.
Ég finn það gleggst þá fjær ég er
hve farsæl þú og góð varst mér,
það besta sem ég enn þá á
allt er þínum brjóstum frá,
það gafstu mér er myndin skein
í mínu lífi björt og hrein,
en margt ég hef af mörgum lært,
sem miður er og fáum kært.
31.7.2007 | 16:50
Fólk á aldrinum 18-23
Fólk sem á rauða bíla.
Fólk sem býr í húsum nr. 46.
Fólk sem notar skó númer 39.
Svona er hægt að takmarka aðgang að bænum.
Hálf svona öðruvísi.
![]() |
Aldurshópurinn 18-23 ára fær ekki aðgang á tjaldstæðum á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2007 | 23:13
Fellibylir
Mér er spurn?
Hvernig töldu þeir fellibyli á nítjándu öld eða átjándu?
Hvernig vita þeir að það er fjölgun frá þeim tíma?
Er ekki bara verið að kría út meiri peninga af ríkistjórnum og almenning?
![]() |
Fellibylir tíðari en áður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2007 | 19:36
21. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
EKKI Í TUNGLSLJÓSI
Máninn frá himni horfir stundum,
hingað á okkur jarðar börn,
fylgist með löngu frosnum stundum,
flóum, lækjum og mýrartjörn.
Sig glaðlega speglar í glærum ísum,
grettir sig framan í mela og börð,
og villtan dans stígur með vetrar dísum,
er vindarnir hvína og hríðin hörð.
Hann vill ekki sýna okkur samúð neina
eða samvinnu hafa á nokkurn hátt,
þó hann sé alltaf á rölti að reyna
að ramba þetta í sömu átt.
Þá felur hann sig bak við flóka á skýjum,
en forvitinn gægist þó af og til fram.
Hann veit að af myrkfælni flest við flýjum
og forðumst rökkursins sláandi hramm.
Hann heldur að skuggar að vofum verði
og vakni til lífsins ef nógu er dimmt,
þá klýfur hann loftið með sólbikarsins sverði,
sjáandi betur hvað af hafi skrimt.
En mannkindin lifir þó máninn sig feli
og mótar sitt starf, alveg jafnt fyrir því,
og norðurljós yfir norðurhveli,
náttdansinn stíga liðug og frí.
30.7.2007 | 19:29
20. Ljóð
Höfundur: Guðmundur Árni Valgeirsson
Auðbrekku
f: 11.11.1923 d: 17.04.1976
Á SJÚKRAHÚSI
Um Norðurland æðir nístings kaldi
sem næðir í gegnum merg og bein
en það er ekki á voru valdi
að vera með grát og harmakvein.
Því Drottinn gaf okkur daglegt brauð
duglítinn skrokk og hjörtu blauð.
Við sem allaf inni sitjum
innundir sæng í hlýjum rann.
Skemmtun við enga skárri vitum
en skíta í og baktala náungann
það er hin mesta dægradvöl
og daglega ekki á betra völ.
Samt kætir oss jafnan kvennaliðið
með kímni brosum og þess konar
þó að þær aldrei upp í skríði
okkur til hafi blessaðar.
Þó finnum við varmann vefja oss
og vonum að lendi alt í + (kross) .
30.7.2007 | 15:58
Þetta

![]() |
Reyndi að særa illa anda út úr barnabarni sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2007 | 17:53
Óska
þeim bara góðs gengis.
Alltaf gaman þegar íslendingar taka þátt í hinum ýmsu íþróttum.
![]() |
Landslið Íslands í fallhlífarstökki keppir á heimsbikarmóti í Rússlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2007 | 17:49
Sorg
Þetta er bara sorg og ekkert um það að segja meir.
Aðstandendur eiga alla mína samúð.
![]() |
Árásarmaðurinn svipti sig lífi; fannst látinn á Þingvöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Eldri færslur
2020
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar